Monday, January 6, 2014

Strange Days

Rétt fyrir jól fórum ég og Eyjó í smá stopp til New York. Planið var að njóta sín til hins ýtrasta, sjá nýja hluti og lenda í ævintýrum. Segja má að þessi ferð hafi verið eitt stórt ævintýri frá upphafi til enda. Ég mun aldrei gleyma þessari ferð og hef líklega aldrei hlegið eins mikið áður. Þetta byrjaði allt þegar ferðatöskurnar okkar komu ekki með vélinni sem við fórum með. Nei ég hefði getað farið að væla! En við hugsuðum bara "jæja þær koma bara á morgun". Þá var að koma sér niðrá Manhattan og gekk það slysalaust. Komin á Penn Staiton og hótelið var þar rétt hjá. Frábær staðsetning. Tékkað sig inn, allt gekk vel. Lyfta tekin uppá sjöundu hæð og lyktin sem tók við okkur var...hreinn viðbjóður. Opnum hurðina að herberginu, nei þá var mér allri lokið! Annan eins viðbjóð hef ég ekki séð. Nei í alvöru krakkar þetta var hræðilegt! En lítið annað að gera en að fara að fá sér að borða og kaupa helstu nauðsynjar eins og tannbursta, nærföt, náttfött og smá make-up. Þegar við komum aftur uppá herbergi bjóst ég við því að risavaxinn kakkalakki myndi heilsa mér sitjandi á rúminu og spyrja hvernig ég vildi hafa morgunverðinn minn en sem betur fer var ekki svo. Við ákváðum því bara að reyna að fara að sofa og blessunarlega voru hrein rúmföt á rúminu. Nóttin var svo einnig skrautleg. Ég var alltaf að vakna við það að sjá einhverja skugga í herbrginu (ég er mjög skrýtin í svefni) og svo var reynt að brjótast inní herbergið okkar! Morguninn eftir fórum við og fengum okkur morgunmat en þegar við komum tilbaka höfðu nágrannar okkar í næsta herbergi ákveðið að gras væri heppilegt sem mikilvægasta máltíð dagsins. Þegar lyktin var búin að yfirtaka herbergið okkar sögðum við hingað og ekki lengra. Pöntuðum okkur annað hótel. Tilfinninginn var guðdómleg þegar við komum á það hótel. En því miður komu ferðatöskurnar aldrei. Þær komu ekki fyrren 5 tímum fyrir flugið heim. Og ekki komu þær með okkur til Íslands. Nei nei þær urðu eftir á JFK.

Þátt fyrir þetta skemmti ég mér gríðalega vel og gerði margt og mikið t.d.

  • Tróðst undir brjálað fólk í jólagjafahugleiðingum á 5th avenue. 
  • Borðaði á Spice Market og tjúttaði á La Bain.
  • Fór í háskólapartý.
  • Labbaði um Greenwich Village.
  • Tróðst aftur undir mannmergðina en nú á Times Square.
  • Eignaðist mínu fyrstu designer skó.
  • Rölti um Central Park.
  • ...og svo margt, margt fleira.
Fyrsta kvöldið, pínu andlegt ástand.





Hló og tók myndir af fólk detta á skautum í Bryant Park.




Empire State í jólafötunum.

Bítlaljósmyndasýning.


Nunnurnar æstar í kallinn.

Central Park í vetrarbúning.

ÁST



Fólk !!


Alltaf gott að komast á Pret.



Fékk frunsuna í kaupbæti.



Þessi gaur, ávallt flottur.


Starbucks stopp.

Á leið í partý.

Bless New York, hlakka til að sjá þig sem fyrst.!

-ellen agata

1 comment: