Monday, March 21, 2016

Walk On The Wild Side

Á leið minni til Ástralíu stoppaði ég í Doha, Qatar. Rebekka frænka mín býr þar og var yndislegt að fá að hitta hana og skoða þennan áhuguverða áfangastað í leiðinni. Ég vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast en Doha kom mér mjög á óvart. Borgin er mjög hrein en þegar komið er í eyðimörkina er allt í drasli, sem mér fannst mjög sorglegt. Borgin er einnig mjög vestræn þó hún sé í Mið-Austurlöndum en hún ber auðvita þess merki. Umferðin og leigubílstjórar er eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað! 


Hæ!

Eyðimörkin var æði!


Rebbz



Klárlega einn af bestu dögunum! Ég var reyndar stundum ekki viss hvort ég ætti að hlægja eða gráta þegar við keyrðum í sandhólunum (e. sand dunes) en Tim sem var að keyra var mikil fagmaður og vorum við í öruggum höndum. Eftir keyrsluna fundum við stað þar sem við grilluðum hamborgara og höfðum það huggulegt. Brill!


lol

Souq Wagif
Er markaður með allskonar hlutum til sölu föt, skór, krydd, matur, dýr og raun hvað sem huganum girnist. Mér leið reyndar frekar furðulega í þeim hluta markaðsins þar sem hundar, kettir, allskyns fuglar, skjaldbökur og fleiri dýr voru í litlum búrum og til sölu. Langaði svo að hleypa þeim úr búrunum. 








Museum of Islamic Art
Ég er alveg smá safnaperri og hef mjög gaman að skoða söfn. Get alveg mælt með því að eyða tíma á þessu safni. Eini gallinn er að það er brjálæðislega kalt þarna inni.












Yfirhöfuð frábær ferð en það besta var jú að fá að hitta þessa dúllu hér að ofan. Amma, afi og Ólafía frænka komu einnig í heimsókn þannig ég gat eytt nokkrum dögum með þeim, sem var æði. En þá var komin tími til að kveðja og halda á leið til Ástralíu. Það var alveg frekar furðuleg tilfinning að vera ein á leið í 13 tíma flug og vita í raun ekki hvað beið mín...


-ellen agata

Friday, March 11, 2016

Surprise Yourself

Nokkrum dögum áður en ég fór til Ástralíu var mér komið skemmtilega á óvart. Ég fékk sendan tölvupóst í vinnuna frá yfirmanni mínum sem innihélt þær upplýsingar að ég væri að hætta fyrr og á leið til New York. Ég þarf ekkert að leyna því að ég var ekki í sérstaklega góðu andlegu jafnvægi dagana áður en flutti þannig að þegar ég las tölvupóstinn byrjaði ég að grenja...og við erum að tala um það að ég var með viðskiptavin fyrir framan mig. HAHA ég get ekki hætt að hlæja af þessu núna! Þarna hafði Eyjólfur verið að verki og tvær nætur í New York handan við hornið. 

Kaffi @ Ace Hotel 

MOMA hafði lengi verið á ToDo listanum mínum og ákvaðum við að skoða safnið á rigningardegi. Mér fannst magnað að sjá verk eftir snillinga eins og Salvador Dali, Jackson Pollock, Andy Warhol, Roy Lichtenstein, Picasso, Van Gogh & Monet svo nokkir séu nefndir.










High Line
Ég hafði ekki áður labbað High Line og var því mjög spennt fyrir því. Hinsvegar var frekar kalt þennan dag og væri ég frekar til að fara aftur í góðu veðri og njóta betur.









Best Friends!

Little Cupcake Bakeshop

Það besta sem við gerðum og mesta skyndiákvörðunin verður að vera Matt Corby tónleikar í Brooklyn. Tveim tímum fyrir tónleikanna fann Eyjó miða á tónleikana sem við hoppuðum á. VÁÁ hvað þetta voru magnaðir tónleikar! Lítill staður, gott andrúmsloft og tónlistin mögnuð!
 Elska svona móment.


LOVE!



Hahahha..ég get ekki hætt að hlæja af þessari mynd! Það má alveg segja að við sýndum ágætlega frá ferðinni á snapchat.

-ellen agata


Wednesday, March 2, 2016

Pillowtalk

OK..Hæ!!

 
Meira en ár síðan ég skrifaði á þessa síðu en nú tel ég að það sé komin tími til að endurvekja hana. Þannig er nú mál með vexti að ég er flutt til Ástralíu þar sem ég er í mastersnámi og er þetta því ágætur vettvangur fyrir mig til að sýna ykkur hvað ég er að gera. Ég vona að ég verði dugleg að setja inn efni á síðuna en ég nota einnig instagram og snapchat og er öllum frjálst að fylgjast með mér þar, þið finnið mig undir notendanafninu ellen_agata :) Ég er aðeins búin að vera hér í rúmar 2 vikur þannig ég er ennþá að koma mér fyrir og átta mig á aðstæðum og ég jafnvel sýni frá örðum ferðalögum sem ég var á áður en ég kom hingað í næstu færslum.

Allavega "i´m back" og ætla ég að skilja við ykkur í þetta sinn með hallærislegri bókasafns - pís out - photo booth mynd.



See´ya soon !

-ellen agata