Monday, December 30, 2013

XO

Ég hef verið í algerum jóla-dvala undanfarna daga. Gert lítið annað en að liggja uppí sófa, horft á sjónvarpið og troða mat uppí mig. Ástandið! Þetta hefur verið rosalega huggulegt en ég verð líka mjög fegin þegar ég kemst aftur í rútínu. Ég hef verið afskaplega löt við það að blogga og skoða blogg á þessum dögum og sást það best á því að það biðu mín 620 blogg á bloglovin! Fjör.

                           Við systur á aðfangadag, ólíkari systur er líklega ekki hægt að finna.!


En á morgun kemur nýtt ár og því ber að fagna. 

Ég hef reyndar ekki hugmynd í hverju ég ætla að vera á morgun því ég náði ekki að kaupa áramótadress í New York. En ég á eftir að koma með góða færslu um þá ógleymanlegu ferð..haha hún var rosaleg!


                                             Þetta væri skemmtilegt outfit.


Hafið það gott á morgun og gangið hægt um gleðinnar dyr.

-ellen agata



Wednesday, December 18, 2013

The Only Living Boy In New York


Það sem ég elska skyndiákvarðanir.!! Þegar þú lest þetta er ég á leiðinni eða komin til elsku New York City. Þar ætla ég að upplifa jólastemninguna (er samt mesti Grinch í heimi), borða góðan mat og drekka nokkra kokteila, versla síðustu jólagjafirnar og lenda í ævintýrum.

                                                         Viðeigandi mynd.

-ellen agata

Fanney & Arna Lind

Ég fékk að skoða húðflúrin hjá systrunum Fanney og Örnu Lind. Þær tvær eru klárlega einar flottustu, fyndnustu og fallegustu systur sem ég þekki og eru þær einnig með virkilega falleg og þýðingamikil húðflúr.

Nafn? Arna Lind Kristinsdóttir Aldur? 19 ára Nám/starf? Ég stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja á viðskipta- og hagfræðibraut. Hvað ertu með mörg húðflúr?
Ég er með tvö tattoo, fyrsta fékk ég þegar ég var í Ameríku yfir jólin, 15 ára. Þá fékk hún yndislega systir mín þá flugu í hausinn að við myndum fá okkur systra tattoo og það var mikið gert til að fá leyfi frá pabba en mömmu hins vegar leyst ágætlega á þetta. En það er svaka vesen að fá sér tattoo i USA undir aldri, þá þarft að fá undirskriftir hér og þar. En ég fékk mer s.s. fiska þar sem Fanney er fiskur i stjörnumerki, ég fékk mér tattoo-ið á ristina, en það er enn óklárað, á eftir að setja fæðingadaginn hennar fyrir neðan. Svo er ég með annað tattoo sem ég fékk fyrir rúmum mánuði. Þar sem móðir min féll frá fyrir tæpum tveimur árum þá var ég alltaf viss um að ég myndi fá mér eitthvað tengt henni. Ég fékk mér setninguna "I become a little bit more like my mother and I couldn't be prouder", svo á endanum a setningunni eru litlir vængir og milli þeirra stendur BMK, upphafsstafirnir hennar mömmu. Ég fékk mér þetta tattoo aftan a öxlinni. Þetta tattoo gerði Málfríður hja Tattoo og skart, ég gæti ekki beðið um þetta flottara.
Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?  
Mér finnst það bara rosa misjafnt, ég hef ekki orðið vör við neitt ennþá, líklega þvi mín húðflúr eru ekki á áberandi stað, eða jú hef kannski fengið frá sumum bara "Oj eg þoli ekki húðflúr" eða eitthvað slíkt en ég tek þetta ekki inná mig, fólk verður að hafa sínar skoðanir. En auðvita hef eg heyrt allskonar, t.d. fólk með tattoo hefur lent i veseni með tryggingar og allskonar sem er auðvita bara fáránlegt.
Draumahúðflúr?
Ég er ekki með neitt draumahúðflúr ennþá, en ég veit að húðflúrin mín verða fleirri. Langar allavega i tattoo á viðbeinið og svo líka a tvíhöfðann.
Finnst þér sársaukafullt að fá þér húðflúr ? 
Ég ætla ekki að hræða þá sem hafa ekki enn fengið sér tattoo en mér finnst ótrúlega vont að fá tattoo, hef aldrei skilið fólk sem segir að þau finna ekkert fyrir þessu. En það var mun verra að fá á ristina. Ég veit ekki, kannski er ég bara svona mikill aumingi.
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? 
Þeir eru nokkrir, í kringum naflann, á brjóstið, á hálsinn né andlit. Svo myndi ég heldur ekki fá mér tattoo á sköflunginn.
Fimm spurningar með hraði Einn tveir og byrja!
Uppáhalds tónlistarmaður? Ó guð ég hef ekki hugmynd, spái voða lítið i þessu. Uppáhalds bíómynd? Lotta í Skattalagötu og Emil i Kattholti. Við hvað ertu hrædd/hræddur? Sjó Hvar líður þér best? Heima með fjölskyldunni eða uppi sumarbústað Hverjum ertu skotinn í? Ísak Erni  
Framtíðarsýn? Er það ekki eins hjá öllum? (katrín er ekki talin með í því)
Lífsspeki: love the live you life, life the live you love.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Nafn: Fanney Þórunn Kristinsdóttir
Aldur: 22ára
Nám/starf: Hársnyrtisveinn og kærasta (bakari) í fullu starfi.

Hvað ertu með mörg húðflúr: 
Ég er með 5 tattoo. Mike gerði þau sem ég hef fengið mér á Íslandi svo fékk ég eitt í Florida og eitt í Edinburgh. Fyrsta tattooið mitt var á ökklann og niður ristina sem táknar ekki neitt en minnir á mótþróarskeið Fanneyjar þar sem ég var í valdabaráttu við foreldra mina um þetta blessaða tattoo.  Ég er svo með nafnið mitt fyrir ofan mjöðmina sem ég og Bagga besta vinkona mín fengum okkur á Spáni, afmælisdaginn minn á öxlinni og ljón á síðunni og svo fiðrildi neðarlega á bakinu.
Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?  Misjafnt eftir aldurshópi. Ég sé samt að það hefur breyst mikið með tímanum td frá því að ég fékk mér mitt fyrsta tattoo og til tímans í dag. Ég meina verða ekki allar ömmur og afar með tattoo í framtíðinni? 
Draumahúðflúr sem þig langar í?  Sól í kringum naflann..nei ekkert akkurat þessa stundina, fer að koma tími á nýtt svosem.
Finnst þér sársaukafullt að fá þér húðflúr ? Miðað við að ég lá kylliflöt þegar ég fékk mér fyrsta tattootið þá já ! og ef það er verra að eignast barn heldur en að fá sér tattoo þá held ég að barneignir séu ekki næst  dagskrá.
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Hálsinn,andlitið,júllurnar og andlitið.
Fimm spurningar með hraði
Einn tveir og byrja!

Uppáhalds tónlistarmaður?  Allavega ekki hann pabbi en hann hatar ekkert að þenja raddböndinn. Annars á ég mér engan sérstakan.
Uppáhalds bíómynd? Hunger Games 
Við hvað ertu hræddur? Andreu í vondu skapi. 
Hvar líður þér best? B5 er minn griðarstaður.
Hverjum ertu skotinn í? Krúttukallinum mínum honum Högna.

Framtíðarsýn?  Er það ekki bara að vera hamingjusamur?
Lífsspeki:  YOLO..ok djók en þú veist..samt ekki.
- Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað er í gangi með letrið og uppsetninguna á textanum en það er klárlega í einhverju algeru rugli. Næ ekki að laga þetta og er að verða galin!

-ellen agata

Tuesday, December 10, 2013

Team

Með árunum hef ég orðið meðvitaðari af því hvað ég læt ofaní mig og á. Ég er mikil krem-kona (lol) og á mikið af body lotionum, sápum og öðrum snyrtivörum og nota mikið. Ég hef því byrjað að skoða aðeins hvað ég er að bera á húðina mína daginn úti og inn. Ég er ekki að segja að ég hafi hent öllu út sem ég átti fyrir og keypt inn nýjar vörur sem allar eru náttúrulegar og góðar. Heldur hef ég byrjað að bæta þeim inn hægt og bítandi og prófað mig áfram í þessum málum.

Ég er mjög hrifin af Burt´s Bees vörnum og er að nota nokkrar núna. Þar má nefna:

Super Shiny Mango sjampó og næringu.

             
Í fyrstu fannst mér þetta alls ekki nógu góð vara og fannst hún gera hárið mitt skitugt og það var fáranlega erfitt að greiða það eftir notkun. En eftir nokkur skipti hefur það breyst og ég hef tekið sjampóið í sátt. Lyktin er líka unaður!

Radiance næturkrem.



Húðin mín hefur verið í algjöru bulli í vetur, mikið þurr og með almennt vesen og hefur þetta næturkrem reynst mér mjög vel. Þarft alls ekki að nota mikið í einu sem er auðvitað alltaf gott.

Beewax & Tinted varasalvar.



Þessa varasalva nota ég daglega og oft á dag. Ég er í raun háð þeim. Beewax varasalvan nota ég áður en ég fer að sofa og finn ég hvað hann gerir vörnum mínum gott. Tinted varasalvan nota ég yfir daginn og jafnvel þegar ég fer útá lífið. Ég á tvo liti Hibiscus og Sweet Violet.

Eins og ég sagði áðan er ég ekki hætt að nota þær vörur sem ég á fyrir og veit að eru með fullt af aukaefnum sem oft er ekki æskilegt að nota. Ég nota þær alveg líka með en ég tel að það sé gott að vera meðvituð um þetta og halda áfram að skoða hvað við setjum á líkama okkar.

-ellen agata

Saturday, December 7, 2013

50 Ways To Leave Your Lover

Ég er að ELSKA þessi fallegu hálsmen sem Tóta Van Helzing gerir. Hvert og eitt hálsmen er einstakt og ekki mörg gerð af hverju dýri. Ég sjálf er ekki búin að gera upp hug minn hvaða dýr mig langar í en fékk eitt að láni í kvöld þegar ég fer út að borða með stelpunum á Nora Magasin. Love it !!











Hálsmenin eru fáanleg í Ljónshjarta sem er einmitt með jólasprettbúð í desember. Einnig eru þau væntanleg í Dusted.

Hér er speglapósið uppá 10, meira að segja hönd á mjöðm.!

-ellen agata

Tuesday, December 3, 2013

Glass House

Naglalakk dagsins. Midnight Passion frá H&M og Penny Talk frá Essie. Flottar vetrarneglur að mínu mati. Ég er reyndar voða lítið að skipta úr naglalakkalitum eftir árstíð. Á undan þessum lit var ég með skærbleikan..:)

                      



 Svo eru aðeins 40 dagar í þessa yndislegu þætti! Búin að vera ansi löng bið fyrir sjónvarpssjúklinginn!



-ellen agata

Saturday, November 30, 2013

Call It What You Want

Fékk að smakka jólakaffi hjá Ólöf Birnu í dag sem hún gerði eftir piparmintu mocha frá Starbucks. Jól í bolla! Nei djók, ég er eiginlega minnsta jólamanneskja sem ég þekki. Hinsvegar var þetta mjög svo gott.


Uppskrift :1kaffi bolli
                                  4 mola suðusúkkulaði 
                               1/4 tsk vanilludropar
                              pipamintudropar 
                                                          (velur hversu mikið bragð þú vilt hafa)
                                    1-2 dl  rjóma eða mjólk

Hræir öllu saman í pott á meðan suðusúkkulaðið bráðnar. Hellir í bolla og skreytir með piparmintu sykurpúðum.

NAMM!

-ellen agata

Saturday, November 23, 2013

Happy

Happiness is not something ready made. It comes from your own actions. 


Gleðilegan laugardag !

-ellen agata

Wednesday, November 20, 2013

Kino

Ég sá þessa elsku fyrst árið 2010 og nú loksins er hann orðin minn. Sparígrísinn frá Harry Allen. Mörgum finnst ég vel galin að langa í þennan grip en ég er svo yfir mig ástfangin að þessum grís að það er ekki fyndið. Ég fékk grísinn í útskrifargjöf frá foreldrum mínum og ég held að þau hafi verið á báðum áttum með það að gefa mér hann því þau héldu að ég væri að djóka þegar ég sagði þeim hvað mig langði í. Sparígrísinn kemur í a.m.k. 10 litum og valdi ég mér gulllitaðan.













Elsku dúllan komin upp og farin að safna peningum.




Heimasíða Harry Allen Design.

-ellen agata

Wednesday, November 13, 2013

State Of The Art

Vegna þess að það eru 10 ár síðan frægu hauskúpuklútarnir frá Alexander McQueen komu út verður seld í takmörkuðu upplagi ný lína af klútum og er Damien Hirst nú með í þessu samstarfi.

Alexander McQueen og Damien Hirst í samstarfi saman = eitthvað sem getur ekki klikkað!! Var það fyrst sem ég hugsaði. En eftir að hafa skoðað línun og séð að klútarnir eru flest allir morandi í viðbjóðslegum pöddum snérist mér hugur. Ég hugsa að ég muni seint vefja um hálsinn á mér klút með bjöllum og kakkalökkum, bara gæti það ekki. Sá þó nokkrar klúta sem eru ekki með skíðandi skordýr heldur litríkum fiðrildum og tel það vera í lagi.





-ellen agata

Saturday, November 9, 2013

Par Avion

Ólöf Birna systir mín deildi með Víkurfréttum uppskrift af sjúklega góðum cupcakes sem hún er nokkuð dugleg að gera. Kremið á þeim er bara e-ð annað það er svo gott! Mæli með að þið prófið að gera þessa uppskrift núna um helgina. HÉR er uppskriftin.

Nammmmmmm...

Ég & Ólöf með elsku Henry

Góða helgi!

-ellen agata

Friday, November 8, 2013

One Pure Thought


Já takk!






Elska að skella á mig einu dýri og finna ekki fyrir kuldanum - djók - á bara feik. 

-ellen agata

Tuesday, November 5, 2013

I Spy

Ein besta helgi ársins er liðin og ég hef sjaldan skemmt mér svona vel! Ég á varla orð til þess að lýsa þessari helgi. Dramatísk já ég veit. Mikil keyrsla alla helgina og ég var orðin vel gjaldþrota á sunnudeginum þegar ég var að gera mig til fyrir Kraftwerk, labbaði bara á hurðir og veggi..haha. Ég var ótrúlega léleg á myndavélinni sem er algjör synd og skömm. En hér koma þó nokkrar.



Alltaf gaman að sjá Valdimar.
Miðvikudagsoutfit.
Föstudagsoutfit

Fallega hárbandið frá Kassettu.


Eyjó alltaf jafn nettur!

Tóta - Vala - Eyjó

Mikhael Paskalev - ok þarna var ég pínu að missa mig!

Hvað þá þegar hann tók upp trompetið - ffjjúúfff

FM Belfast geðveikin.

Kraftwerk


Það sem stóð uppúr var klárlega elsku Mikhael Paskalev (what a man!), danstryllingurinn á FM Belfast og að enda helgina á Kraftwerk. 



-ellen agata