Saturday, November 30, 2013

Call It What You Want

Fékk að smakka jólakaffi hjá Ólöf Birnu í dag sem hún gerði eftir piparmintu mocha frá Starbucks. Jól í bolla! Nei djók, ég er eiginlega minnsta jólamanneskja sem ég þekki. Hinsvegar var þetta mjög svo gott.


Uppskrift :1kaffi bolli
                                  4 mola suðusúkkulaði 
                               1/4 tsk vanilludropar
                              pipamintudropar 
                                                          (velur hversu mikið bragð þú vilt hafa)
                                    1-2 dl  rjóma eða mjólk

Hræir öllu saman í pott á meðan suðusúkkulaðið bráðnar. Hellir í bolla og skreytir með piparmintu sykurpúðum.

NAMM!

-ellen agata

Saturday, November 23, 2013

Happy

Happiness is not something ready made. It comes from your own actions. 


Gleðilegan laugardag !

-ellen agata

Wednesday, November 20, 2013

Kino

Ég sá þessa elsku fyrst árið 2010 og nú loksins er hann orðin minn. Sparígrísinn frá Harry Allen. Mörgum finnst ég vel galin að langa í þennan grip en ég er svo yfir mig ástfangin að þessum grís að það er ekki fyndið. Ég fékk grísinn í útskrifargjöf frá foreldrum mínum og ég held að þau hafi verið á báðum áttum með það að gefa mér hann því þau héldu að ég væri að djóka þegar ég sagði þeim hvað mig langði í. Sparígrísinn kemur í a.m.k. 10 litum og valdi ég mér gulllitaðan.













Elsku dúllan komin upp og farin að safna peningum.




Heimasíða Harry Allen Design.

-ellen agata

Wednesday, November 13, 2013

State Of The Art

Vegna þess að það eru 10 ár síðan frægu hauskúpuklútarnir frá Alexander McQueen komu út verður seld í takmörkuðu upplagi ný lína af klútum og er Damien Hirst nú með í þessu samstarfi.

Alexander McQueen og Damien Hirst í samstarfi saman = eitthvað sem getur ekki klikkað!! Var það fyrst sem ég hugsaði. En eftir að hafa skoðað línun og séð að klútarnir eru flest allir morandi í viðbjóðslegum pöddum snérist mér hugur. Ég hugsa að ég muni seint vefja um hálsinn á mér klút með bjöllum og kakkalökkum, bara gæti það ekki. Sá þó nokkrar klúta sem eru ekki með skíðandi skordýr heldur litríkum fiðrildum og tel það vera í lagi.





-ellen agata

Saturday, November 9, 2013

Par Avion

Ólöf Birna systir mín deildi með Víkurfréttum uppskrift af sjúklega góðum cupcakes sem hún er nokkuð dugleg að gera. Kremið á þeim er bara e-ð annað það er svo gott! Mæli með að þið prófið að gera þessa uppskrift núna um helgina. HÉR er uppskriftin.

Nammmmmmm...

Ég & Ólöf með elsku Henry

Góða helgi!

-ellen agata

Friday, November 8, 2013

One Pure Thought


Já takk!






Elska að skella á mig einu dýri og finna ekki fyrir kuldanum - djók - á bara feik. 

-ellen agata

Tuesday, November 5, 2013

I Spy

Ein besta helgi ársins er liðin og ég hef sjaldan skemmt mér svona vel! Ég á varla orð til þess að lýsa þessari helgi. Dramatísk já ég veit. Mikil keyrsla alla helgina og ég var orðin vel gjaldþrota á sunnudeginum þegar ég var að gera mig til fyrir Kraftwerk, labbaði bara á hurðir og veggi..haha. Ég var ótrúlega léleg á myndavélinni sem er algjör synd og skömm. En hér koma þó nokkrar.



Alltaf gaman að sjá Valdimar.
Miðvikudagsoutfit.
Föstudagsoutfit

Fallega hárbandið frá Kassettu.


Eyjó alltaf jafn nettur!

Tóta - Vala - Eyjó

Mikhael Paskalev - ok þarna var ég pínu að missa mig!

Hvað þá þegar hann tók upp trompetið - ffjjúúfff

FM Belfast geðveikin.

Kraftwerk


Það sem stóð uppúr var klárlega elsku Mikhael Paskalev (what a man!), danstryllingurinn á FM Belfast og að enda helgina á Kraftwerk. 



-ellen agata