Sunday, September 29, 2013

Markmið Meistarmánuðar

Nú fer að styttast í þetta. Meistaramánuður! Ég er búin að vera að vinna í markmiðunum mínum og ætla að birta þau hér að neðan.


  • Vatn, vatn, vatn.! Ég ætla aðeins að drekka vatn en sódavatn er í lagi svona til hátíðarbrigða.
  • Stunda hreyfingu af eitthverju tagi a.m.k. 3-4 sinnum í viku.
  • Hætta að snooza. Guð hjálpi mér þetta verður erfitt.
  • Klára að lesa Sjálfstætt fólk sem ég er búin að vera alltof lengi með og svo lesa 1-2 bækur til viðbótar. 
  • Hugsa vel um mataræðið. Ekkert sukk og vesen. Reyna að borða eins hreint og hægt er.
  • Gera eitthvað nýtt í hverri viku. Þarf ekki að vera eitthvað svakalegt, jafnvel bara að prófa t.d. að elda nýjan rétt.
Ég var með nokkur fleiri markmið sem ég var að hugsa að setja með en ég hugsa að ég haldi mig bara við þessi og einbeiti mér að þeim.

Jeiii!
-ellen agata

Wednesday, September 25, 2013

Do I Wanna Know

Ómæ ómæ! Nú get ég ekki beðið! Samstarf Isabel Marant og H&M hefur heppnast fullkomnlega að mínu mati.




Love it! Langar í næstum allt en er þó ekkert rosalega skotin í skónum.

-ellen agata

Tuesday, September 24, 2013

Meistaramánuður

Ég er búin að ská mig í Meistaramánuð og það í fyrsta sinn. Ég mun koma með nokkrar færslur tengdar þessum mikla meistara mánuði. Ég er að vinna í markmiðunum og ætla ég að birta þau fljótlega. 



Ég hvet alla til að taka þátt.!

-ellen agata



Wednesday, September 18, 2013

Black Belt



Þetta er alveg klárlega eitt skemmtilegasta poster sem ég hef séð !!




-ellen agata

Tuesday, September 17, 2013

See The Sun

Ég er algjör sólgleraugnasjúklingur og hef safnað gleraugum í nokkur ár. Karen Walker sólgleraugu hafa lengi verið á óskalistanum. Þau eru ávallt frumleg, falleg og fashion. Auglýsingarnar hjá Karen Walker eru einnig mjög áhugaverðar. Síðast voru það eldri konur sem sátu fyrir en núna eru það 3-5ára börn. Línan heitir Forever.





Alveg brill!

-ellen agata

Sunday, September 15, 2013

Brynja Bjarna.

Brynja er ein sú flottasta sem ég þekki. Hún er mjög svo fashion, falleg, dugleg og klár en umfram allt góð móðir. Ég fékk að skoða húðflúrin hennar sem eru að mínu mati mjög falleg og þýðingarmikil.

Nafn? Brynja Bjarnadóttir

Aldur? 22ára

Nám/starf? Er að læra hjúkrunarfræði við Háskólan á Akureyri.

Hvað ertu með mörg húðflúr: Ég er með 5 húðflúr. Systra flúr, rós, stjörnur, nafnið á syni mínum og Erró hálfermi. 
Fyrsta tattoo-ið fékk ég 17 ára gömul á afmælisdaginn minn og tvíburasystur minnar. Við fengum okkur báðar rómverskutöluna II, tákn um okkur tvær. Ég bætti við nöfnunum okkar og skyggingu í kring.

Rósin er eitt af þeim tattoo-um sem mér þykir mest vænt um. Ég, systir mín, mamma, amma og Sigga frænka fengum okkur allar alveg eins bláa rós á ristina. Þetta var ógleymanleg og skemmtileg stund. Ári síðar dó amma úr krabbameini og rósin minnir okkur allar á hana og okkur allar saman.

Stjörnurnar tákna mina allra nánustu. En hver og einn fékk eina stjörnu í tákn um sig.

Nafnið á syni mínum, Jökull, fékk ég mér á úlnliðin. Hann er gullmolinn minn <3

Erró-hálfermin hefur verið í process síðan 2011. Ég hef mikin áhuga á list og Erró er einn af mínum uppáhalds listamönnum. Ermin er samansett úr nokkrum verkum eftir hann.

Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?  Mín upplifun á viðhorfi til húðflúra eru ótrúlega misjöfn. Ég t.d. fæ allskonar viðbrögð frá fólki hvað varðar húðflúrin mín, að mestu jákvæð þó. En það sem skiptir öllu máli er að sá sem ber flúrin sé ánægður með stílinn sem hann hefur og pæli ekki í hvað öðrum finnst.

Draumahúðflúr sem þig langar í?  Draumaflúrið er þegar komið á, Erró-ermin. Ég var lengi að pæla í því flúri og það stærsta hingað til. Annars er listinn orðinn þó nokkur í næstu flúr. Ætli þau séu ekki bara líka draumaflúrin mín;)

Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Ég held ég hlífi andlitinu og maganum (þar til ég er búin að eignast börn)
J

Fimm spurningar með hraði
Einn tveir og byrja!
Uppáhalds tónlistarmaður? Tom Odell
Uppáhalds bíómynd? The Beach
Við hvað ertu hrædd/ur? Kóngulær
Hvar líður þér best? Heima
Hverjum ertu skotinn í? Pass
J

Framtíðarsýn? Planið er að klára hjúkrunarfræðina, en ég var að byrja á 3. ári  núna í haust. Síðan er ég á leið í yoganám erlendis næsta sumar.
Þannig að… þegar ég verð stór ætla ég að nýta allt það sem ég hef lært í eitthvað nýtt og spennandi, hafa ánægju af því sem ég geri og fylgja draumunum.


Lífsspeki:  “Be so happy that when others look at you they become happy to.. “ –unknown








Takk fyrir þetta Brynja!

-ellen agata

Wednesday, September 11, 2013

Lazy Lies

Á undanförnum mánuðum hef ég tekið eftir ákveðnum húðflúrum sem margir eru að fá sér. Tískutattoo. Auðvitað er alltaf eitthvað sem kemur og fer og er inn í einhvern tíma. Ég er t.d. með húðflúr á rifbeinunum sem myndi klárlega vera kallað tískutattoo af mörgum. Hér eru þrjár gerðir af húðflúrum sem ég myndi telja vera í tísku. Öll þykja mér þau falleg og áhugaverð en það er ekki þar með sagt að ég myndi fá mér þau sjálf.

Fjaðrir: Mjög vinsælar og oft fallegar, ég myndi líklega aldrei fá mér slíkt eftir að fugl skeit á mig og ég fór að grenja..true story..lol



Örvar:  Finnst þær svolítið skemmtilegar en hinsvegar veit ég ekki hvort ég hefði áhuga á því að fá mér þannig húðflúr. 



Infinity: Hið óendanlega. Falleg merking á tákni en minnir mig of mikið á sjónvarpsþættina Revenge.


-ellen agata

Monday, September 2, 2013

Slow It Down

Vinna, veikindi, flutningar, íbúðaleit. Einkennisorð mánudagsins. Sem betur fer átti ég virkilega gott laugardagskvöld! Eitt það besta í langan tíma. Er að svekkja mig á því að ég er búin að pakka niður öllum kertum og kertastjökum, veit ekkert betra en kerta-kósý í leiðinlegu verðri.

   -ellen agata