Monday, July 29, 2013

Free as a Bird

Þetta er einn af mínum uppáhalds smoothie. Hnetu/kaffi smoothie sem er einginlega bara fáránlega góður! Það sem fer í hann er fullt af klökum, 1msk hnetusmjör, 1banani, 1 glas mjólk og 3-4 kaffibaunir eða smá kaffi.



Mæli með honum, sérstaklega svona á mánudögum.

-ellen agata

Friday, July 26, 2013

Eyjó Gísla.

Ég fékk þá hugmynd að taka "viðtöl" við áhugavert fólk og fá að skoða húðflúrin þeirra. Ákvað ég að byrja á einum besta vini mínu, honum Eyjólfi Gísla. Vona að þið hafið gaman af!




Hvað ertu með mörg húðflúr? Ég er með fjögur húðflúr á mér í dag en fyrir nokkrum árum lét ég fjarlægja eitt í burtu.

Nú, af hverju léstu fjarlægja eitt?  Ég suðaði einu sinni þegar ég var fjórtán ára gamall foreldra mina um að leyfa mér að fá húðflúr og á endanum leyfðu þau mér að fá svona jurtatattoo sem ætti að fara eftir þrjú ár. Átta árum seinna var það ekki farið og ég lét fjarlægja kínverskt tattoo af mér sem þýddi Drekinn, sem ég klárlega vissi ekki þegar ég valdi mér það.

Tákna húðflúrin þín eitthvað? Hálfsleevið mitt er mér mjög táknrænt. Ég er bogamaður í stjörnumerkjunum og ákvað að hafa það sem undirstöðuatriði í húðflúrinu. Mig langaði að tileinka húðflúrið m.a. elstu systur minni sem var kletturinn minn þegar ég barðist við veikindi á unglingsárum. Því varð úr að í stað þess að hafa bogamann þá er það bogakona - sem á að tákna systur mína. Blómin tvö eru októberblómin en í þeim mánuði fæddist sonur minn. Í stað þess að hafa ör úr spjóti bogamannsins þá er hjarta í merkingunni að við eigum að dreifa ástinni út um allt. Síðan eru geislarnir á bakvið sem táknar að það séu engin takmörk fyrir draumum þínum.

Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?  Það er mjög mismunandi, það fer auðvitað eftir smekk manna. Margir hafa beðið mig um að setja ekki fleiri húðflúr á mig, öðrum finnst þetta mjög flott. Sem betur fer erum við ekki öll eins, þannig hver og einn gerir það sem hann vill.

Áttu þér draumahúðflúr?  Ég er búinn að ákveða að þegar ég verð 35 ára þá ætla ég að fá mér portrait af syni mínum. Þangað til get ég alveg hugsað mér að fá nokkur, en ég er aðeins búinn að ákveða næsta húðflúr sem verður nafnið á syni mínum, skrifað af honum sjálfum. Síðan fer ég í það að lengja half-sleeve og cover-a eitt tattoo sem ég er með inn í sleeve-ið.

Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Hálsinn og andlitið. Í raun allir staðir fyrir ofan bringu. Mér finnst mikilvægt að geta falið mín húðflúr, það skapar mér ákveðið svigrúm, og heftir mig ekki – t.d. í starfi þar sem eru reglur um húðflúr.

Fimm spurningar með hraði. Einn tveir og byrja!

Uppáhalds tónlistarmaður? Eric Clapton
Uppáhalds bíómynd? What´s love got to do with it – mynd um líf Tinu Turner
Við hvað ertu hræddur? Kisur
Hvar líður þér best? New York og heima hjá mömmu og pabba
Hverjum ertu skotinn í? Adam Levine

Framtíðarsýn? Vera óhræddur við að takast á við ný verkefni og búa til sín eigin tækifæri. Að ná settum markmiðum og láta alla drauma mina rætast til að vera góð fyrirmynd fyrir mig sjálfan og fyrir son minn.


Lífsspeki:  ,,Draumar eru gerðir til þess að rætast”

Thomas Asher - hjá Reykjavík INK








-ellen agata

Tuesday, July 23, 2013

SNL

Ég hef lengi fylgst með Saturday Night Live og hafa margir af bestu grínleikurum Bandaríkjanna leikið í þessum sketch þáttum. Þættirnir einkennast oft af miklum aulahúmor og geta sumir sketchar verið 0 fyndnir en oftar en ekki eru þættirnir mjög fyndnir. Það er líka gaman að sjá hvað gestaleikararnir eru tilbúinar að gera mikið fyrir þáttinn. Það sem heillar mig líka við þáttinn eru ljósmyndirnar sem eru teknar af gestaleikurunum og hljómsveitunum sem spila í þættinum. Myndirnar eru teknar af Mary Ellen Matthews og eru þær oft á tíðum mjög svo fallegar og frumlegar. Hér eru nokkrar...














Ég hefði getað drekkt ykkur í myndaflóði en ég læt þessar nægja.

-ellen agata

Monday, July 22, 2013

Fringe

Ég er búin að sjá þennan kögur kjól útum allt síðustu daga. Langar sjúklega mikið í hann! Hann er úr haustlínu Maja. 


Það sem ég elska fringe !!

-ellen agata

Friday, July 19, 2013

Trouble

Jæja daman er búin að kaupa sér miða á Þjóðhátíð! Þetta verður skrautlegt. Það fyrsta sem ég fór að hugsa um er það hvaða föt ég ætla að taka með mér. Ég hef nú alveg áður farið á Þjóðhátíð en alltaf finnst mér ég vera eins og haugur. Maður verður víst að klæða sig eftir veðri. EN í mínum draumaheimi væri ég svona í brekkunni...

En ég verð líklega einhvernveginn svo, gjörsamlega gjaldþrota í klæðaburði.

Ég í Eyjum 2010 - það var samt hriiikalega gaman !


-ellen agata



Thursday, July 18, 2013

Fancy Footwork

Ég gerði þá "merku" uppgötvun að mig vantar svört ökklastígvél sem passa við nánast allt og við nánast hvaða tilefni sem er. Svona skó sem maður getur alltaf stólað á. Þá er mikilvægt að þeir séu fallegir og ekki síður þægilegir ! Ég fór í smá leiðangur á netninu og leyst mjög vel á þessa...

asos

asos

asos

asos

asos

asos

Nasty Gal

Fannst besta úrvalið hjá Asos en einnig hjá Nasty Gal.

-ellen agata

Tuesday, July 16, 2013

So Here We Are

Að mínu mati er þetta fullkomið sumar outfit. Ég setti það saman á polyvore.com en það er síða sem ég mæli með ef fólk hefur áhuga á því að eyða tímanum sínum og skoða föt!




Festival



-ellen agata

Monday, July 15, 2013

Manic Monday

Ég átti hrikalega góða helgi með vinkonum mínum. Elduðum góðan mat, drukkum Pimms og dönsuðum (sumar uppá stólum). Alltaf skemmtilegt þegar við fjórar hittumst !




En yfir í allt annað Claire Danes er á forsíðu Vogue í ágúst og er ég mööög hrifin af myndunum. 

Gullfallegur trench coat og beltið ekki síðra.


Þessi kjóll! VÁ!


-ellen agata

Saturday, July 13, 2013

2night

Ég ætla að kíkja aðeins út í kvöld, hitta vinkonur mínar, borða góðan mat og drekka nokkra kokteila. Ef veðrið væri aðeins betra (rigning stopp! plís) og aðeins fleirri krónur í veskinu væri þetta outfitt kvöldsins.



2night


Kjóll - Alice Olivia, Jakki - Linen, Skór&Veski - Yves Saint Laurent.


-ellen agata

Friday, July 12, 2013

Ylja

Ef þíð eruð ekki búin að kynna ykkur þessa hljómsveit þá bið ég ykkur að gera það núna !

Lovely!


-ellen agata

Thursday, July 11, 2013

Tangle Teezer

Af einhverjum ástæðum fór hárið mitt að flækjast fáránlega mikið, svo mikið að ég var komin með nokkra hnúta í það og það hafði aldrei gerst hjá mér áður. Ég gjörsamlega réð ekkert við það. Allt sem ég prófaði annað hvort virkaði ekki eða gerði illt verra. Þangað til ég prófaði Tangle Teezer. Þvílík himnasending. Ég hafði nú ekki mikla trú á þessum bursta en eftir fyrstu notkun get ég ekki án hans verið. Ef þið eruð að verða galin á flækjum í hárinu ykkar þá segi ég bara "try it".



-ellen agata

Key Lime Cupcakes

Ég bakaði (hjálpaði Ólöfu Birnu sem er btw snillingur í eldhúsinu) Key Lime Cupcakes fyrir frændsystkina hitting sem var í gær. Við vildum baka e-ð gott og með smá sumar feeling og var því key lime cupcakes fyrir valinu.







Þær eru virkilega góðar, ferskar á bragðið og mæli ég með þeim. Notuðum þessa uppskrift hér.



Það var sko heldur betur borðað á sig gat í gær, spjallað, spilað og hlegið þangað til ég hélt ég hafði fengið súrefnisskort..haha. 



Yndislegt kvöld !

-ellen agata

Tuesday, July 9, 2013

Nails

Ég er nánast alltaf með naglalakk á nöglunum mínum og á nokkuð gott úrval af naglalökkum. Ólöf Birna systir mín var að koma heim frá London og keypti slatta af fallegum lökkum. Ég fékk aðeins og komast í það hjá henni og hér er útkoman.





Glimmer naglalakkið er úr Primark, bleika lakkið (e-ð merki sem ég kannast ekki) og top coatið keypt í Boots. Verð að segja að Rimmel top coat lakkið er algjör snilld! Glimmer naglalakkið var virkilega lengi að þorna en eftir ég setti top coat-ið á var það enga stund. Fráb!

-ellen agata

Monday, July 8, 2013

Tatum

Ææi Channing minn, hættu í mér...fuuuuunheitur !


-ellen agata