Monday, September 22, 2014

Figure it Out

Ef þú ert á leiðinni til New York á næstunni þá mæli ég með því að þú kíkir á Dean and Deluca í Soho. Þetta er uppáhalds matvörubúðin mín og elska ég að fara þangað í hádeginu að borða.

Nammm..



Ostaveisla

Ferskur fiskur


Hádegismaturinn þennan daginn var túnfisksamloka og súpa.


Mæli síðan einnig með því að labba aðeins ofar á Prince Street og fá sér kaffibolla og cupcake á Little Cupcake Bakeshop.

Þar er Key Lime Pie algjört must.

-ellen agata



Sunday, September 21, 2014

Addicted To You

New York borg er klárlega ein af mínum uppáhalds. Iðandi af mannlífi og alltaf eitthvað að gerast. Fór þangað með systur minni núna um daginn og hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.


Vorum á mjög góðu hóteli með rooftop bar og frábæru útsýni.


Central Park



Brooklyn Bridge


Gnarly


Yard Sale


Ein af aðal ástæðunum fyrir því að við fórum út var sú að við ætluðum að hitta mörgæsir. Haha! Ég elska mörgæsir og það hefur lengi verið draumur minn að hitta mörgæsir og klappa þeim. Ég fann stað í New York sem býður uppá slíkt og því ekki annað í boði en að fara. 

Langaði að taka allar þessar dúllur með mér heim.



Phil

Ég bilast!


Tvær vel sáttar eftir mörgæsaheimsókn.
-ellen agata

Thursday, September 18, 2014

Open

Komin heim úr æðislegri ferð til New York. Það sem ég elska þessa borg! Kem með myndablogg fljótlega en á meðan er hér uppskrift af ótrúlega góðum smoothie sem ég gjörsamlega elska! Ég geri mjög sjaldan smoothie-a eftir uppskrift, yfirleitt bara það sem til er í ísskápnum. Þessi varð einmitt til þannig. Set bara saman það sem ég átti og úr varð þessi dásemnd! Fæ mér hann í morgunmat, á milli mála og jafnvel á kvöldin þegar ég er að bilast því mig langar svo mikið í ís eða eitthvað gott.

Uppskrift: 
3-4 jarðaber
slatti af bláberjum
kakónibbur
2-3 dropar af súkkulaðistevíu
möndlumjólk

Allt í blandara og blandað vel saman. Namm!


Svo einfalt, fljótlegt og gott!

-ellen agata

Wednesday, September 10, 2014

Pretty Hurts

Skemmtilegt og óhefðbundið viðtal við Vogue drottninguna Anna Wintour í tilefni tískuvikunar í New York.


Allt jafn hress hún Anna!
-ellen agata


Tuesday, September 2, 2014

One For The Road

Ég fann þessa uppskrift á blogginu hennar Cathrine fyrir nokkru en hún er norskur tískubloggari sem kemur oft með skemmtilegar og girnilegar uppskriftir. Uppskriftin er mjög einföld og tekur alls ekki langan tíma en ég breytti henni þó örlítið. Súpan er alveg ótrúlega bragðmikil og góð. 

Innihald: 
600gr tómatar
1 stór laukur
4-5 hvítlauksrif 
fersk basilika
1 peli rjómi
1 msk sýrður rjómi
kjúklingakraftur
3dl vatn
kjúklingur
egg 
salt&pipar
olía/smjör til steikingar

Laukurinn er skorinn niður og hvítlaukur pressaður, set saman í stóran pott með olíu eða smjöri (ég notaði kókosolíu). Tómatar, rjómi, sýrður rjómi, vatn, kjúklingakrafturinn og basilikan er síðan sett í pottinn og leyft að malla á lágum hita, nota töfrasprotann til þess að blanda öllu saman.  Á meðan er kjúklingurinn skorinn í litla bita og steiktur á pönnu með salt&pipar. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn má setja hann í pottinn og súpan er tilbúin. Mér finnst mjög gott að harðsjóða egg og setja ofaní súpuna. Við það verður súpan mjög matmikil og ég verð ekki svöng eftir korter eins og það vill stundum vera þegar ég borða súpur. 


Það þarf ekki að skera grænmetið smátt því töfrasprotin sér um það seinna.


mmm...hún er ótrúlega góð og ég mæli með að þið prófið hana sem fyrst.

-ellen agata