Wednesday, January 22, 2014

Before

Ég er mesta B manneskja í heimi og veit ekkert betra en að vaka fram eftir og síðan sofa út daginn eftir. Það er hinsvegar ekki hægt þegar ég þarf að mæta í vinnu kl 8 og nýt ég því allar þær mínútur sem ég get sofið. Það er því oft á kostnað morgunmatsins sem ég sleppi því ég er orðin alltof sein, sem er mjög slæmt því oftar en ekki verð ég svöng allan daginn og nartandi í ógeð og óhollustu.  Ég er aðeins að taka mig á í þessum málum og ákvað að undirbúa morgunmatinn kvöldið áður svo það væri auðveldara að grípa hann með í vinnu ef ég verð sein.

Ég fékk Magic Bullet blender í jólagjöf og hef verið að nota hann í að gera smoothie. Með blendernum fylgja glös sem er gott að setja í ísskápinn og geyma og taka síðan með í vinnunnna daginn eftir. Í kvöld gerði ég besta smoothinn (eða hristinginn) hingað til.

Í honum var: 
lítið avókadó
gúrkubiti
engifer
grænt epli
kiwi
mynta
sellerí
frosið mangó
hörfræ
kókoshnetustevía
vatn


Lét mangóið liggja í vatni í smá stund eða á meðan ég skar allt niður.


Allt á fullu og fallega grænn litur. Flotti straumbreytirinn minn í bakgrunn..:/


Tilbúin í ísskápinn og namm ég smakkaði aðeins og ég hlakka til að drekka hann í fyrramálið.


-ellen agata


No comments:

Post a Comment