Tuesday, April 29, 2014

Grace

Outfit frá því um helgina! Er að elska þennan jakka og þetta hárband ! 


Sá síðan þessa guðdómlegu skó um daginn sem ég bara verð að eignast ! 





Eru frá ástralska skómerkinu Wittner. Verð nú bara að segja að ég hafði aldrei heyrt um þetta merki fyrr en núna og ég er algjörlega ástfangin. Vá !
HÉR er skemmtilegt blogg um Wittner skóna.


-ellen agata

Saturday, April 19, 2014

Olsen Olsen

Þetta er nýjasta æðið hjá mér, er gjörsamlega sjúk í þetta. Þetta er ekki nein uppskrift heldur eru þetta bara þrír hlutir sem ég átti til og setti óvart saman og útúr varð himnaríki í skál !

Grískt jógúrt 
Jarðaber 

Waldens Farm karamellusósa


Þegar þú ert ekki með uppþvottarvél og þér finnst mjög leiðinlegt að vaska upp er allt í góðu að setja þetta bara í dolluna af gríska jógúrtinu ;)


Er tilbúin að borða þetta í staðin fyrir páskaeggið á morgun...mmmm.

-ellen agata

Tuesday, April 15, 2014

On And On And On

Ég á tíma í klippingu á miðvikudaginn og er að gera upp hug minn hvað ég ætla að láta að gera við elskulega hárið mitt. Ég er að velja á milli þess að klippa toppinn aftur (er orðin mjög síður) eða leyfa honum að vaxa. Ég fer fram og tilbaka, ákveð eitt í dag og annað á morgun. Í dag er ég ákveðin í því að klippa toppinn. Sjáum hvað mig langar á morgun og síðan á miðvikudaginn.

Myndirnar hér að neðan eiga það sameiginlegt að dömurnar eru allar brjálæðislega fab og með topp.







OK jú ég held ég skelli mér aftur í þetta. 

-ellen agata


Tuesday, April 8, 2014

Partition

Þar sem ég eyði miklum tíma í ræktinni þessa daganna þá hef ég verið að skoða mikið af ræktarfötum undanfarið. Það má alveg looka í ræktinni þó að ég geri það nú aldrei. Er alltaf eins og ég hafi verið dregin uppúr ræsinu rétt áður en ég mæti.

michi

michi

michi

lucas hugh

lucas huge 
 Var einmitt að panta þetta dress, ég verð glæsileg í þessu í WC ! djók..buxurnar eru samt skemmtilegar.
Þessi merki eru hinsvegar vel dýr og á ég allaveg ekki efni á þeim. Þá kemur Target sér vel en þau selja Champion vörurnar sem ég er mjög hrifin af. Eins og til dæmis þetta.


Finnst ekki mikið úrval núna á heimasíðunni þeirra en þetta eru ódýr og góð föt í ræktina sem ég mæli með.

-ellen agata

Monday, April 7, 2014

Everything

MYNDAFLÓÐ!!! Bara svona hingað og þangað frá undanförnum dögum.

mmm...

uppáhalds

held í alvöru að það sé óeðlilegt hvað ég er mikið að leggja kapall!


ææ þessar dúfur..

út á lífið

diskódrollur


ferming Ólivers Andra

nammibar

kjútness

matarfíkill í himnaríki

Fór síðan á opnun Hljómahallarinnar um helgina og var yfir mig hrifin. Hljómahöllin inniheldur Stapann, Rokksafn Íslands og tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ég verð að segja að öll aðstaða og útlit er til fyrirmyndar og hefði ég ekkert á móti því að vera að vera að læra á hljóðfæri þar sem ég gæti drukkið í mig tónlistarmenningu landsins og orðið fyrir mikilum innblástri. Mæli með að allir geri sér ferð að skoða Hljómahöllina. 




frændsystkini að rokka

skemmtilegt kort

mamma babe





Rúnni Júll

ef vel er gáð sést að Unnur er e-ð að ibba gogg á þessari mynd

hjálmar & björk


-ellen agata