Wednesday, January 29, 2014

Midnight City

Karen Walker heldur áfram að koma með sjúklega falleg sólgleraugu og ennþá fallegri auglýsingar. Nýja línan er unnin með Sameinuðuþjóðunum þar sem öll vinna fór fram í Kenýu og ber vekefnið yfirskriftina "Not Charity, Just Work". Það sem er einnig virkilega skemmtilegt við þetta að módelin í herferðinni eru allt fólk sem hefur unnið við þetta verkefni á einn eða annan hátt.

Sólgleraugnasjúklingurinn hefur valið sín uppáhalds og eru þau eftirfarandi:










Jæja, nánast allt úr línunni en hvað með það.
-ellen agata



Saturday, January 25, 2014

Kristín Helga

Kristín Helga er gömul körfuboltavinkona mín (ekki það að við séum gamlar). Ég man að Kristín fékk sér flúr frekar ung og var þetta algjörlega nýtt fyrir mér og eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei gera í lífinu, mamma mín varð ennþá að koma með mér í sprautur og blóðprufur á þessum tíma.!!
Kristín er virkilega dugleg og flott ásamt því að vera yndisleg móðir.



Nafn? Kristín Helga Magnúsdóttir
Aldur? 26
Nám/starf? Er í fjarnámi í Keili, vinn á skemmtistað og útköllum á Kaffiteríunni uppí flugstöð.

Hvað ertu með mörg húðflúr?
Ég er með hrafn á lærinu sem ég fékk eftir að ég átti strákinn minn en hann heitir Óðinn Hrafn. Baldur á Kingdom Within gerði það.

Ég er með half sleeve í vinnslu á hægri upphandlegg sem er núna eins og litabók. Það er verið að laga og breyta öllu. Jóhanna Geirdal byrjaði en Baldur er að laga það. Ég fékk mér þetta flúr þegar ég var ekki alveg á réttum stað í lífinu þannig er ekkert rosa ánægð með það. Hauskúpa, hnúajárn, rós og allskonar litlar myndir!
Á vinstri upphandlegg er ég með hjartalás og er að bæta við uglu fyrir ofan hann, en er bara komin með útlínur. Besta vinkona mín í Bandaríkjunum er með lykilinn flúraðan á sig, en kærastan hennar flúraði okkur. 

Á vinstri síðunni er ég með “A sleepless night becomes, bitter oblivion” en það er setning úr einu uppáhalds laginu mínu og þýðir mikið fyrir mér. Eftir Baldur.
Er með “Texas” skrifað á löngutöng á hægri, en Texas er þar sem ég vil alltaf vera! Baldur aftur.

Á vinstri úlnlið er ég með nafnið mitt á “stríðs arabísku” eins og stóð þegar ég og Irmý vinkona mín fengum okkur þau. Fjölnir gerði það minnir mig.
Á hægri úlnlið er ég með tvær litlar stjörnur og er einnig með tvær stjörnur á bringunni, sem ég á samt eftir að gera eitthvað við. Eflaust breyta þeim í stærri og flottari myndir. 

Er með nöfnin á mömmu og pabba á sitthvorum ökklanum í rúnum. Framan á hægri ökklanum er ég með litla hauskúpu, vinatattoo sem ég fékk fyrir mörgum árum. Aftan á hálsi er ég með “Princess”. Bara afþví ég er prinsessa og fékk mér þetta í einhverju gríni fyrir nokkrum árum á tattoo festivali. Svo er ég með tvö önnur sem við ætlum ekkert að ræða neitt frekar. 

Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum? 
Bara alveg rosalega misjöfn! Hef fengið hrós og líka fengið að heyra að þetta sé mesta turn off í heimi. Líka að ég sé ekki góð mamma útaf útliti. 
En ég geri þetta fyrir sjálfa mig, ekki aðra. 



Draumahúðflúr sem þig langar í ? 
Já, það er á hitt lærið, aftan á hælana og bakið.  Ætla að fá mér þau einn daginn.

Finnst þér sársaukafullt að fá þér húðflúr ?
Já og nei. Misjafnt eftir stöðum og hvað þetta er að taka langan tíma.

Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr?
Andlitið. Allt annað er í lagi held ég.

Tekur þér langan tíma í að ákveða hvað þú ætlar að fá þér ?
Nei, engan vegin. 


Fimm spurningar með hraði
Einn tveir og byrja!
Uppáhalds tónlistarmaður?  Mér finnst þetta ALLTAF erfið spurning. En ég elska að hlusta á Tracy Chapman.
Uppáhalds bíómynd? Hvað er að þér?! Get horft á 500 days of Summer aftur&aftur.
Við hvað ertu hræddur? Að bregðast syni mínum á einhvern hátt.
Hvar líður þér best? Í Texas
Hverjum ertu skotinn í? Wouldn’t you like to know!

Framtíðarsýn?  Að vera sú allra besta mamma sem ég get verið, vera jákvæð, stefna að markmiðum mínum og lifa lífinu!

Lífsspeki:  It's better to be absolutely ridiculous than absolutely boring….













Takk fyrir þetta Kristín!


-ellen agata

Wednesday, January 22, 2014

Before

Ég er mesta B manneskja í heimi og veit ekkert betra en að vaka fram eftir og síðan sofa út daginn eftir. Það er hinsvegar ekki hægt þegar ég þarf að mæta í vinnu kl 8 og nýt ég því allar þær mínútur sem ég get sofið. Það er því oft á kostnað morgunmatsins sem ég sleppi því ég er orðin alltof sein, sem er mjög slæmt því oftar en ekki verð ég svöng allan daginn og nartandi í ógeð og óhollustu.  Ég er aðeins að taka mig á í þessum málum og ákvað að undirbúa morgunmatinn kvöldið áður svo það væri auðveldara að grípa hann með í vinnu ef ég verð sein.

Ég fékk Magic Bullet blender í jólagjöf og hef verið að nota hann í að gera smoothie. Með blendernum fylgja glös sem er gott að setja í ísskápinn og geyma og taka síðan með í vinnunnna daginn eftir. Í kvöld gerði ég besta smoothinn (eða hristinginn) hingað til.

Í honum var: 
lítið avókadó
gúrkubiti
engifer
grænt epli
kiwi
mynta
sellerí
frosið mangó
hörfræ
kókoshnetustevía
vatn


Lét mangóið liggja í vatni í smá stund eða á meðan ég skar allt niður.


Allt á fullu og fallega grænn litur. Flotti straumbreytirinn minn í bakgrunn..:/


Tilbúin í ísskápinn og namm ég smakkaði aðeins og ég hlakka til að drekka hann í fyrramálið.


-ellen agata


Tuesday, January 21, 2014

You & Me

Ég afsaka lítil og ómerkileg blogg undanfarið en Janúarógleðin hefur náð í skottið á mér. Ég þarf að fara að rífa mig í gang og gera einhvað af viti. En þangað til skil ég við ykkur með fullt af fallegum myndum sem ég hef safnað saman í tölvunni.

Þessa skyrtu VERÐ ég að eignast!
Elska hattinn.
FAB

Draumapar...fashionlega séð.



VÁÁÁ


Sjúk mynd og sjúkt outfit.


Nútíma ævintýri.

-ellen agata

Thursday, January 16, 2014

Skinny Love

Vinkona mín og dyggur aðdándi bloggsins, Kate Moss, á stórafmæli í dag! Konan er orðin 40 ára og lítur svo sannalega ekki út fyrir það. 


Ávallt uppáhalds.




What a beauty!
Til hamingju vinkona.

-ellen agata



Wednesday, January 15, 2014

Rococo

Er mikið búin að vera að sjá flúr með hvítu bleki að undanförnu. Ég gæti vel hugsað mér að fá mér slíkt en aðeins ef það væri lítið og nett. Finnst það ekki alveg nægilega flott eftir því sem það er stærra.
Ég eiginlega iða í skinninu mig langar svo í nýtt flúr! Ég held ég sé búin að ákveða hvað ég ætla að fá mér og vonandi líður ekki að löngu.

En hér eru nokkrar myndir af flúri með hvítu bleki. Enjoy.





-ellen agata

Friday, January 10, 2014

Recovery

Eins og ég skrifaði um í þessari færslu hér þá er ég farin að hugsa meira um það hvað efni ég set á húðina mína. Ég er nú enginn sérfræðingur í þessum efnum og er því bara að prófa mig áfram. Mig langar að sýna ykkur þrjár vörur sem ég er að nota ásamt þeim sem ég nefndi í fyrri færslunni.


Yes to Carrots Fragrance Free Daily Cream Facial Cleanser.


Eins og nafnið gefur til kynna þá nota ég þennan hreinsi daglega. Hann er að mínu mati mjög mildur og góður og auðveldur í notkun. Mæli með honum!

Yes to Carrots Fragrance Free Exfoliating Cleanser


Þennan skrúbb nota ég 1-2 í viku. Ég er hins vegar ekki alveg nógu ánægð með hann. Hann er voða góður þegar ég set hann á mig en þegar það kemur að því að skola hann af þá er eins og hann festist við húðina og ég þarf að eyða of miklum tíma í það að taka hann af. Kannski á þetta að vera svona en ég er ekki alveg að fíla það.

Svitalyktareyðir frá Tom´s of Maine.


Þessi svitalyktareyðir er án áls, rotvarnarefna og er ekki prófað á dýrum svo einhvað sé nefnt. Sem er mjög gott. En því miður er hann að mínu ekki alveg nógu góður. Hann á að virka í 24tíma en ég get ekki staðfest að hann geri það. Ég nota því aðra svitalyktareyði inná milli.


-ellen agata

Tuesday, January 7, 2014

Seaside

Ég mæli með því að kíkja á asos núna því þar er gríðarlega góð útsala í gangi. Þetta er aðeins brotabrot af því sem mig langar í, varð pínu sjúk. Ef að veskið myndi leyfa þá yrði allt þetta og meira til mitt.


 Sumarlegur og flottur og hárgreiðslan fab.




 Fallegur litur.


 Jáá, við getum bara sagt að ég er ástfangin af þessu kimónó.




Go nuts!

-ellen agata