Tuesday, August 26, 2014

Good Thing

Spennó á mennó.

Gló er klárlega einn af uppáhalds veitingastöðunum mínum. Manni líður alltaf vel eftir máltíðna.

All black. Þarf að fara bæta mig og koma með smá lit í fataskápinn.


RAX

Úlfur Úlfur

Það er alltaf skemmtilegt á Menningardegi/nótt. Rölta um bæinn, hitta fólk, skoða sýningar, fara á tóleika og fleira. Ég fór þó snemma heim í ár og var á Reykjanesbrautinni á leið til Keflavíkur þegar flugeldasýningin fór fram. 

-ellen agata

Monday, August 25, 2014

Summertime Sadness

Sumarið fer nú að verða búið eða allavega byrjaði ég í skólanum í dag. Ég gerði ýmislegt skemmtilegt í sumar en var þó alls ekki dugleg við að festa það á filmu. Hér eru þó nokkrar myndir frá þessu yndislega sumri en ég hef aldrei ferðast eins mikið um þetta fallega land okkar.

Mojito veisla í Vesturbænum

Löngu lokkarnir fengu síðan að fjúka seinna

Fiesta

Uppáhalds súpan mín. Þarf að koma með uppskrift fljótlega.

Keyrði hringinn í sumar og var auðvitað stoppað í smá ís í Brynju.

Seyðisfjörður er bara eitthvað allt annað! Var þar í 10daga yfir LungA og varð algjörglega ástfangin


Lunch Beat á LungA

Fegurð


Eitt af verkefnum okkar





Klassísk

Hvalfjörðurinn

Flughrædda stúlkan lagði mikið á sig til þess að eyða sunnudeginum á Þjóðhátíð

Það var þó falleg útsýni

Og alveg hrikalega skemmtilegt!

Sumarsalat

Fór í fyrsta skipti á Gay Pride og fyllist af miklu stolti af okkur Íslendingum. Þvílíkur mannfjöldi og skipti það engu máli hvort það séu ungir sem aldnir sem koma saman og fagna fjölbreytileikanum. Frábært!

Strákar þessi er síngull!


Esjuganga

Ó elsku sumar.!
-ellen agata

Friday, August 15, 2014

We Walk


HALLÓ!
Hvar fæ ég þessa?




Mikið eru þeir flottir. Laaaangar!

-ellen agata

Sunday, August 10, 2014

Waiting Game

Ég varð algjörlega dolfallin af Banks fyrr í sumar á Secret Solstice.Yndisleg tónlist sem ég hef nánst hlustað á daglega.


Ég er nánast ástfangin af þessu lagi!
LOVE IT!

-ellen agata

Wednesday, August 6, 2014

Well That Was Easy

Mikið er ég skotin í skartinu frá Wanderlust + Co








Fallegt og á góðu verði. Ég sé nokkuð marga hluti sem ég væri til að eignast.


-ellen agata


Friday, August 1, 2014

Smells Like Teen Spirit

Ég elska góða lykt. Vona að flestir geri það nú líka eða ég á erfitt með að trúa því að einhver hafi áhuga á því að ilma af skítafílu. Allavega þá er ég mikil áhugamanneskja um góða lykt hvort sem það er ilmvatn, body spray, rakspíri, kerti, hárvörur, svitalyktaeyðir eða olíur.
Þetta er þær 5 lyktir sem ég er að nota þessa dagana en það er frekar óvanalegt fyrir mig að vera að nota svona margar í einu því yfirleitt tek ég eina lykt og klára hana alveg þangað til ég get byrjað á þeirri næstu.



Frozen Verbena Body Mist - &Other Stories
Lime og basil ilmur. Algjör sumarlykt.


Dot - Marc Jacobs
Yndislegur ilmur með rauðum berjum, drekaávöxt, honeysuckle (glótoppur á íslensku að ég held) og vanillu svo eitthvað sé nefnt.

Lemon Escape - Victoria´s Secret
Sítrónu og kókosilmur saman í brúsa er mér að skapi.

Secret Wonderland - Bath & Body Works
Jarðaber, jasmine og vanilla svo eitthvað sé nefnt einkenna þessa lykt. Þetta er lykt sem ég kaupi mér aftur og aftur sem er ekki algengt hjá mér. 

V - Ella
Þessa lykt hreinlega elska ég! Hún er algjört sparí. Vanilla, tonka baunir, amber og sandalviður.

Ef þú hefur áhyggjur á því að þú lyktir ílla þá eru þetta allaveg 5 hugmyndir til þess að breyta því.

-ellen agata