Thursday, October 30, 2014

Baker Street

Ég hreinlega elska London! London er borg sem ég get hugsað mér að búa í og hef hugleitt það oft á bara eftir að framkvæma það einn daginn. Eftir að hafa verið 2 daga í Brighton var hoppað uppí lest og haldið áleiðis í uppáhalds borgina.

Þegar komið var til London og var hoppað beint uppí strætó - stuttu seinna var okkur hennt út - no joke! Haha. Ég grenja úr hlátri við að hugsa til þess af hverju okkur var hennt út og það versta var að þetta var ekki eina skiptið í ferðinni sem þetta gerðist.! LOL.

Camden

Einn besti hamborgari sem ég hef smakkað.
The Diner - Camden
ÍS-björn..höhö


Med Kitchen - South Kensington


Cafe 1001 - Brick Lane


Fat Joe & Ellen 

Ellen & Lindsy

Við fórum s.s. á leiksýningu þar sem Lindsay Lohan fer með eitt af aðalhlutverkunum. Við höfðum nú lesið umfjöllun um leikritið sem var ekki af hinu góða en ákváðum að skella okkur meira uppá grínið. Á tímapunkti vissi ég hinvegar ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Ætli það lýsi sýningunni ekki best á því að fólkið fyrir framan okkur fór heim í hléi.

 Indverskur. Aladin - Brick Lane




mmhhmm..einmitt! 

Get ekki beðið eftir næstu ferð til London !
-ellen agata

Monday, October 27, 2014

White Walls

Ég fór á opnun sameiginlegrar vinnustofu Pastelpaper og Irisar Agusts síðastliðinn föstudag. Vinnustofan er staðsett á Pósthússtræti 13 og mæli ég algjörlega með því að kíkja við á stelpurnar við næsta tækifæri.




Fallegu póstkortin

Allir velkomnir


Ég á svo erfitt með að velja mér mynd á líklega eftir að fá mér þær allar!






Ég og Linda vorum saman í Iðnskólanum í Hafnarfirði á sínum tíma og er æðislegt að sjá hvað það gengur vel hjá henni í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Ég var líka að taka eftir því að það er flottur gjafaleikur á Facebook síðu Pastelpaper.

Til hamingju stelpur með yndislega vinnustofu!

-ellen agata

Thursday, October 23, 2014

Heart-Shaped Box

Hef ég sagt ykkur að ég elska að ferðast ! En ég er alveg brjálæðislega flughrædd. Ég er reyndar orðin aðeins betri núna en ég var fyrir nokkrum árum. Ég hef nánast handabrotið fólkið sem ég er að fljúga með, grenjað úr mér augun, öskrað á ferðafélaga mína að ég þyrfti róandi, fór til læknis og fékk róandi en þegar ég fór svo í flug þá höfðu lyfin nákvmlega engin áhrif á mig. Draumur minn er að fara í heimsreisu einn daginn og er ég í alvöru að hugsa það hvort ég geti ekki bara gert það með bát eða eitthvað..haha.

Í byrjun október fór ég til Brighton og London með Eyjólf sem ferðafélaga. Við höfum ferðast ótal oft saman og alltaf eru þessar ferðir jafn skrautlegar. Við höfðum þó orð á því að við færum hætt að hnakkrífast sem var daglegt brauð hér í Flórída og Köben ferðunum okkar. Þroskinn?

Ég var að koma til Brighton í fyrsta skipti en hef nokkrum sinnum áður komið til London. Svo ég drekki ykkur ekki í myndum þá ætla ég að setja þetta í tvær færslur og byrja á Brighton.

Gjörið svo vel.


The Lanes

Pink

Hádegisverður snæddur

Eðlilega fólkið

Drollan droppaði við



Kaffidrykkja og efri vörin hvarf!

Brighton Pier

Jólfurinn!




Royal Pavilion


Virkilega falleg bygging!

Krakkar mínir hér er módel að störfum !


Við fengum ekkert rosalega gott verður og væri ég til að prófa að fara aftur til Brighton um sumar þar sem möguleiki væri á því að fara á ströndina og vera meira á bryggjunni. En að öðru leiti mæli ég með því að skreppa til Brighton hvort sem það er til að versla, skemmta sér eða bara slappa af. Ég hafði það allavega mjög notalegt.

 -ellen agata

Wednesday, October 15, 2014

Anna Magga

Það má segja að ég sé algjör tattoo-pervert. Mér finnst ótrúlega gaman að skoða húðflúrin hjá fólki og sjá hvað þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Þetta getur stundum verið frekar vandræðilegt þegar ég þekki ekkert fólkið og það fer að taka eftir því að ég er að stara á það. 

Að þessu sinni fékk ég að skoða aðeins húðflúrin hjá henni Önnu Möggu en hún er komin með ágætis safn af mjög svo flottum húðflúrum. Ég vona að þið hafið jafn gaman af þessu og ég.


Nafn?  Anna Magga
Aldur? 28 ára

Hvað ertu með mörg húðflúr? Ég er löngu hætt að telja og hef ekki gert í mörg ár. Ef einhver spyr segist ég bara vera með 1 stórt :) Flestöll eru eftir artista sem starfa á Reykjavík ink, en ég fer alltaf þangað. Ég var einu sinni með rosalega mikið af útlínum af stjörnum en hef verið að vinna í því að covera þær, sem gengur vel því þær voru allar í ljósum litum. Ég býst við því að halda einhverjum en flestallar eru horfnar, þá aðallega á handleggjunum en það eru þónokkrar eftir á bakinu sem bíða eftir að hverfa.

Stíll ? Er ekki mikið fyrir black and gray á sjálfri mér en ég fæ mér yfirleitt mjög litrík húðflúr. Er með svarthvítar rósir á framanverðu lærinu en það er eina stóra sem er ekki með neinum lit. Er meira fyrir traditional (á mér þeas) en ég hugsa að ég myndi aldrei fá mér realistic flúr nema það væri portrait.

Uppáhalds flúr? maneki neko kisinn eftir Jason June, halve sleeveið eftir Thomas Asher og páfuglinn á bakinu eftir Jennifer Lynn.

Tákna húðflúrin þín eitthvað? Er með nokkur sem tákna eithvað, en flest öll tákna ekki neitt. Mér finnst það ekki skipta neinu máli þegar kemur að því að velja sér flúr finnst það persónulega frekar hamlandi ef eithvað er.

Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?  Mér finnst viðhorf gagnvart húðflúrum hafa breyst mjög mikið á síðastliðnum árum. Því fleiri sem fá sér stór og áberandi tattoo, því "venjulegra" verður það. Ég upplifi allavega ekki lengur fordóma þannig séð, frekar forvitni, en ekki á slæman hátt.

Áttu þér draumahúðflúr?  Mig langar einhverntíman að komast að hjá artista sem heitir Rose Hardy. Hún er frá Ástralíu en er nýflutt til New York, sem er kannski aðeins aðgengilegri staður en Ástralía :) Ég er búin að fylgjast með henni í langan tíma og er alveg ótrúlega heilluð af því sem hún gerir. Er að geyma eina lausa staðinn á höndunum fyrir tíma hjá henni, er með einhverjar hugmyndir en ekki 100% búin að ákveða mig hvað það verður.


Finnst þér sársaukafullt þér húðflúr? JÁ mér finnst það hræðilegt! Þegar ég byrjaði að fá mér tattoo fannst mér þetta ekkert mál, en mín kenning er sú að með tímanum verði þetta bara verra og verra. Ég allavega endist ekki lengur í stólnum en klukkutíma - einn og hálfann max. Ég hef á síðastliðnum 2 árum minnkað rosalega að fá mér flúr aðallega vegna þess mér finnst það svo vont og langar ekki að upplifa sársaukann. Í rauninni finnst mér ótrúlegt að ég hafi náð að fá mér svona mörg :)


Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei þér húðflúr? Mér finnst hálsaflúr rosalega flott, en ég myndi aldrei þora því sjálf. Ég hugsa að ég muni heldur aldrei fá mér á magann.



Fimm spurningar með hraði. Einn tveir og byrja!


Uppáhalds tónlistarmaður? Morrisey

Uppáhalds bíómynd?  The lovely bones

Við hvað ertu hrædd/ur? Postulínsdúkkur og postulínstrúða, bæði jafn creapy.

Hvar líður þér best? Heima
Hverjum ertu skotinn í? Snorra mínum

Framtíðarsýn?  Vera hamingjusöm :)

Lífsspeki? Que sera sera










Eins og sjá má er Anna Magga með mörg virkilega falleg flúr. 
Takk fyrir þetta Anna Magga :)

-ellen agata