Monday, December 29, 2014

Walking In A Winter Wonderland

Gleðileg jól fallega fólk. Vona að allir hafi haft það notalegt. Ég gerði það allavega og ætla að halda því áfram.


Helga Rún systir mín útskrifaðist sem stúdent

Við frændsystkinin erum jú alltaf jafn viðeigandi í myndartökum

Fallega jólatréð okkar

Aðfangadagsræktin er nauðsyn

Aðfangadagur

Jóladagur fór í bókalestur og sjónvarpsgláp

Deluxe morgunmatur: Grískt jógúrt með chia fræjum og sykurlausri jarðaberjasult toppað með bönunum, kókosflögum og kakónibbum...mmm!

Foreldrar mínir héldu síðan uppá 100 ára afmæli sitt í gær þar sem þau bæði eru að verða 50ára með stuttu millibili. Það var nú heldur betur gott partý og skemmtum við okkur konuglega.



Ég er sem sagt búin að eiga skemmtileg og viðburðarrík jól. Ég bind einnig miklar vonir við áramótin en þau verða ekki með hefbundnu sniði í ár, en meira um það síðar.
Hafið það gott!

-ellen agata




Thursday, December 11, 2014

JólaÁlag

Ég held ég hafi sagt það hér áður en ég er ekkert rosalega mikil jólamanneskja. Ég veit ekki afhverju það er. Mér þykir þetta alveg notalegur tími sem maður eyðir með fjölskyldu og vinum en ég mun seint teljast jólabarn. Ég vona reyndar að ég sé ekki algjör Grinch en það er eitt sem ég þoli ekki og það eru öll þessi jólalög! Sum lögin mega alveg pakka niður og segja bless eða allavega finnst mér það :) Það eru þó nokkur jólalög sem mér finnst falleg.


JólaÁlag með Ylju er ofboðslega flott lag. Held að það hafi verið eina jólalagið sem ég hlustaði á í fyrra.


BANNAÐ AÐ DÆMA! En það er eitthvað sem mér líkar við í þessu lagi hjá honum Justin Bieber. Veit ekki hvað það er, en það er eitthvað.


Svo er það nýjasta jólalagið með honum elsku Sam Smith. Þetta lag er nú ekkert nýtt en það er í nýjum búningi. Ég held sko í alvöruinni að ég og hann yrðum mjög góður vinir ef við myndum kynnast haha! 



Það eru alveg til fullt af fallegum jólalögum en þessi allavega standa uppúr hjá mér núna.

-ellen agata

Wednesday, December 3, 2014

Thinking Out Loud

Miðvikudags-myndir
Allskonar og allstaðar að.

Göngutúr á Hólum

Central Park 

Drulluleiðinleg hádegi verða alveg tipp topp með Downton Abbey

Brunch með vinkonum

Ertu tilbúin frú forseti?

Frábær sýning

Allt er betra með smá myntu

Kaffitími hjá ömmu & afa

1/2 outfit

Bjórsetur Íslands

Svona dagur

Þessi trefill er að verða bestu kaup vetrarins

Yndislegastur átti 7ára afmæli

Smá snjókoma

Hólar í Hjaltadal

Vinir skemmta sér 


-ellen agata