Wednesday, August 28, 2013

New York City's Killing Me

Þessi huggulega íbúð í New York er í eigu Tannaz Hazemi. Íbúðin sem áður var dansstúdíó er mjög svo hrá enn falleg og veggirnir ómálaðir og þykir mér það mjög flott. Er samt ekki alveg viss hvort að ég mundi hafa heimilið mitt svona. Þyrfti að hafa örlítið meiri hlýleika. Finnst stóru speglarnir (sem voru í dansstúdíóinu), baðkarið, bókahillan og skilaboðin á útidyrahurðinni skemmtileg.








Myndir frá Garance Doré
-ellen agata

Monday, August 26, 2013

Sweet Nothing

MTV Video Music Awards var haldin í gær og eru stjörnrnar mikið í því að "sjokkera" þegar kemur að vali á klæðnaði á þessari hátíð. Af þeim myndum sem ég hef séð var þetta frekar galið og ekkert einn kjóll eða outfit sem standa uppúr. Hér eru nokkrar áhugaverðar myndir.

Grimes í buxum frá Versace en þess má geta að 2 Chainz var í alveg eins buxum..vandró.

Katy Perry í Emanuel Ungaro kjól og með grillz..OK.



Rita Ora í kjól frá Alexandre Vauthier. Full mikið fyrir minn smekk.

Lil´Kim alltaf í djókinu.

Selena Gomez í Verace

Naya Rivera

Allison Willams í Valentino.

-ellen agata

Sunday, August 25, 2013

Hoppipolla

Helgin var bara nokkuð næs. Hún fór aðalega í almenn huggulegheit, Menningarnætur rölt, pakka niður fyrir flutninga og svo reyndar smá slappleika. Við mæðgur tók smá rölt niðrí bæ, tók fáar myndir.



                                                               Að næra sig á Lemon.


Kaleo í glugga Cintamani. Sá þá einmitt fyrst á Músíktilraunum, virkilega flottir ! 




-ellen agata

Friday, August 23, 2013

Hair Down

Ég er ótrúlega löt við það að gera eitthvað í hárið á mér, bæði dags daglega og þegar ég kíkji út. Á daginn hendi ég hárinu bara í tagl, fléttu eða snúð. Mjög dull! Ef ég er að fara eitthvað út á lífið þá slétti ég það yfirleitt eða set það jafnvel í hátt tagl. Ég kann ekki (nenni ekki að æfa mig) að krulla á mér hárið né gera sniðugar greiðslur og fæ því vinkonur eða systur til að gera slíkt þegar ég verð þreytt á sléttujárninu. Verð að fara taka mig á og fara æfa mig í fallegum greiðslum. Hér eru nokkrar flottar.






Góða helgi!

-ellen agata

Thursday, August 22, 2013

Dance Hall Queen

So You Think You Can Dance eru svo mikið my guilty pleasure þættir. Nei, ég ætla ekki einu sinni að skammast mín fyrir það ég dýrka þá ! Ég hef bæði öskrað úr hlátri og farið að hágráta yfir atriðum í þáttunum (já ég veit ég er brjálæðislega vandræðaleg týpa). Dansarar og danshöfundar sem eru í þættinum eru bilað hæfileikaríkir og á ég mér mjög marga uppáhalds danshöfunda. Einn þeirra er Christopher Scott. Hann er yfirleitt að semja hip-hop og animation en er einnig svolítið í contemporary (nútíma). Hann hefur dansað og samið fyrir Step Up myndirnar og er hann ásamt Harry Shum Jr. (Glee) að semja fyrir The LXD sem eru með dansþætti á youtube.

Hér eru nokkur atriði frá Chris Scott sem eru í uppáhaldi.



Hér er Chris einnig að dansa.





Galið atriði!



Þessi dans var í þarsíðasta þættir. Virkilega fallegt.


Gæti sett svo órtúlega mörg fleirri video en ætla að stoppa núna. Nei, eitt í viðbót svo er ég hætt. Lofa!


Sjúkt!



-ellen agata

Tuesday, August 20, 2013

Tu veux ou tu veux pas

Þvílík fegurð! Hin franska Brigitte Bardot hefur lengi verið í uppáhaldi og hennar ljósu lokkar eitthvað sem ég væri mikið til í.









-ellen agata

Monday, August 19, 2013

Sunny Side Up

Elin Kling hefur jú alltaf verið frekar mikið "með'etta" og þessi sólgleraugu frá Prada eru engin undantekning! Þó svo að sumarið sé að verða búin þá þýðir það ekki að maður hætti að nota sólgleraugu. Ég er allavega vel sjúk í sólgleraugu og sérstaklega þessi.
-ellen agata

Friday, August 16, 2013

Coconut Skins

Ég mæli óendanlega mikið með kókósolíunni frá Jurtaapótekinu. Ég nota olíuna í ótalmargt t.d. sem hármaska, ber hana bæði á andlit og líkama og til að taka af make-up. Var síðan að lesa um daginn að hún væri frábær sem raksápa, á eftir að prófa það. Lyktin er líka svo ótrúlega góð!

 Endilega prófið.

-ellen agata

Thursday, August 15, 2013

Helena Ósk

Ég held áfram að fá að skoða húðflúrin hjá áhugaverðu fólki og nú er það hin yndislega Helena Ósk sem er fáranlega nett pía!

Nafn? Helena Ósk Ívarsdóttir
Aldur? 22 ára
Nám/starf? Ég vinn í Fríhöfninni og er sundþjálfari í Grindavík. Er svo að fara læra einkaþjálfan hjá Keili í haust.
Hvað ertu með mörg húðflúr? Ég er með 6 eins og er.
Tákna húðflúrin þín eitthvað? Já þau skipta mig öll miklu máli. Ég dró mömmu með mér í fyrsta flúrið mitt þar sem ég fékk tvær rósir. Mamma fékk sér svipaða mynd og mín. Ég og pabbi fórum svo saman í næsta flúr og erum með sama letur, en ég fékk mér setningu sem hefur alltaf verið mér ofarlega í huga sama hvað gengur á "Það besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur" en línan er úr lagi með uppáhalds hljómsveitinni minni Sigur Rós. Á öxlinni er ég með millinöfn okkar systkinana "Ósk - Þór - Rún" í íslenskum rúnum og á rifbeinunum er ég með "life goes on" til að minna mig á að allir erfiðleikar taka enda og sama hvað, þá heldur lífið áfram. Á vinstri hendinni er ég með "M.J." sem er skamstöfunin hjá afa mínum en hann er mín helsta fyrirmynd í lífinu, þetta er skrifað í handskriftinni hans til minningar um hann. Og svo fyrir stuttu byrjaði ég á halfsleevi og fékk ég mér dreamcatcher og fugla í kringum hann. Dreamcatcher er órói fra native american indjánum og gætir þeirra sem sofa undir honum fyrir martröðum. Hann gerir draumum þínum kleipt að njóta sin meðan þú sefur, fuglarnir eru svo tákn fyrir frelsið.
Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum? Það er misjafnt. Fyrsta sem ég heyrði frá einni konu eftir að ég kom úr fyrsta sessioninu var "sem betur fer ertu falleg elsku barn, því þetta er hræðilegt á þér". Stelpur með half sleeve hafa líka oft þótt trukkalegar og ég heyri oft að þetta passi mér ekki haha en ég tek þessari gagnrýni samt ekkert illa, það hafa allir rétt á sinni skoðun.. Ég fékk mér ekki flúr fyrir neinn nema sjálfan mig og ég er alsæl með allt sem ég er með á mér.
Áttu þér draumahúðflúr? Ég lét loksin verða af draumaflúrinu þegar ég byrjaði á half sleevinu og dreamcatcherinn minn fór á. Úlfarnir sem koma á í næsta sessioni munu svo fullkomna draumaflúrið mitt
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Andlitið og hálsinn.. Ja og magann! Fimm spurningar með hraði. Einn tveir og byrja!
Uppáhalds tónlistarmaður? Michael Jackson Uppáhalds bíómynd? Pulp Fiction Við hvað ertu hrædd? Köngulær, heppnin er með mer þvi þær allra stæðstu sækja í að búa til heimilin sín í kringum húsið mitt. Hvar líður þér best? Upp í sumarbústað og í Florida Hverjum ertu skotinn í? Frank Ocean
Framtíðarsýn? Vera hamingjusöm, halda áfram að vera umkringd yndislegu fólki, verða ástfangin, skoða heiminn, lifa draumunum mínum, gefast aldrei upp og bara njóta lífsins og taka öllu þvi frábæra sem það hefur uppá að bjóða
Lífsspeki? "Það besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur"






Takk Helena Ósk!

-ellen agata

Tuesday, August 13, 2013

Familiar Ground

Roooosalega geta þriðjudagar verið leiðinlegir. Ágætt að hann sé að verða búin. Í kvöld er búin að láta mig dreyma inná heimasíðu Topshop. Mikið um fallega hluti þar.








Held bara áfram að láta mig dreyma.

-ellen agata

Monday, August 12, 2013

September Issue

Myndir frá september tölublaði Vogue eru komnar á netið!! Ég kaupa eiginlega aldrei Vogue heldu skoða það á kaffihúsum með góðum kaffibolla. Ég kaupi þó alltaf september blaðið. Það blað er gríðarlega stórt og veglegt. Ég mæli með fyrir þá sem hafa ekki séð myndina The September Issue að kíkja á hana. Hún sýnir frá gerð blaðsins og þar féll ég algjörlega fyrir Grace Coddington og hennar sýn, hugsjón og ástríðu af tísku.

Leikkonan Jennifer Lawrence prýðir forsíðuna í ár. Við fyrstu sýn er ég ekkert alltof hrifin, finnst fötin hennar frekar dull. Þó að það sé að koma haust þá þarf hún ekki að vera í öllu gráu, væri til í smá meiri lit. Fötin eru að sjálfsögðu algjörar gersemir og eru t.d. frá Dolce & Gabbana, Rochas, Ralph Lauren, Louis Vitton og Prada. Myndirnar er þó virkilega fallegar og teknar af Mario Testino.







 -ellen agata

Middle Of Nowhere

Eftir Þjóðahátið og fyrstu vikuna í nýrri vinnu var algjörlega kærkomið að skreppa uppí bústað með vinkonum mínum og slappa smá af. Ferðin einkenndist af mat, slúðri, hlátri, heitum potti, trampólíni og vænum skammti af nostralgíu. Lásum uppúr dagbók og skoðum myndir frá árinu 2004 en það ár var allt svo nýtt fyrir okkur og við að upplifa svo margt í fyrsta skipti. Sáum mjörg alvarleg tískuslys og má þar nefna boli sem við klæddumst með ýmsum áletrunum eins og t.d. 69, All this AND brains og að lokum Strippers do it with poles. Nei svona í alvöru ! haha.
Unaðurinn sem Valgerður kom með.
Brunch.



En yfir í allt annað, tískuvikunni  í Kaupmannahöfn var að ljúka og er ég aðeins búin að skoða hvað var í boði þar. Eins og við var að búast var margt fallegt í boði. Þar á meðal...

EST.1995 Benedikte Utzon Wardrobe


Fallegir litir og snið. Runwayið sumarlegt og rómantíkst.

Marikekko


WoodWood





Myndirnar fékk ég af facebook síðu Copenhagen Fashion Week.

-ellen agata