Friday, February 28, 2014

Afterlife

Veikindi og verkefnavinna hafa sett strik í bloggreikninginn. En nú er heilsan fín og verkefnin alveg að klárast.

Flutti fyrirlestur um lokaritgerðina mína fyrir nema í viðburðarstjórnun uppí HÍ um daginn. Sem var virkilega skemmtilegt, fékk góð viðbrögð, áhugaverðar spurningar og umræður sem spruttu upp. Fyrir þá sem hafa áhuga þá skrifaði ég um áhrif og ávinning þátttakenda í Músíktilraunum. Eftir rannsóknir mínar á þeim efnum get ég ekki annað en mælt með þátttöku. Það vill einmitt svo skemmtilega til að skráning stendur yfir núna. Þannig ef þú, eða einhver sem þú þekkir, ert 13-25ára og hefur áhuga þá endilega að skrá sig ! Þú bara græðir á því.


-ellen agata

Wednesday, February 19, 2014

Don´t Dance

Hef mikið haldið uppá Kron Kron undanfarin ár og er vor/sumar línan Kron í ár ekki að valda vonbrigðum! Það fysta sem mér dettur í hug þegar ég sé flíkurnar eru litríkt sumarkvöld með brjálæðri gleði.

Hér er mitt uppáhalds.






Mega sjúk í þetta!

-ellen agata

Monday, February 17, 2014

Help Me Lose My Mind

Nýliðin helgi í stuttu máli og fleiri myndum.


 Fór á Nexpo verðlaunin á föstudagskvöldinu með Eyjó & Elmari en Guide to Iceland var tiltefnt sem Áhrifamesta fyrirtækið á samfélagsmiðlunum. Aðsjálfsögðu unnu þeir sem var ekkert nema ánægulegt.

Fallegir fellar.


Ávalt ánægjulegt að hitta Ragnheiði Elínu.
Á laugardeginum fór Leikhúsfélagið Úlfur á sjá Hamlet í Borgarleikhúsinu. Ég var í þessari gullfallegu peysu sem ég var að næla mér í. Hef hinsvegar uppgvötað það að ég höndla ekki svona outfit myndir!! haha verð ofur vandræðaleg og set um gamla góða kjöt-svipinn. Þessar 2 eru svona þær...sem sleppa. ATH. þetta er ekki pósa á mynd nr.2.


Eftir leiksýninguna hafði Eyjó sturlast og fór lítið Snapchat grín útí tóma vitleysu. Ég læt myndirnar tala sínu máli.






Já, þarna datt ég í gólfið vegna of mikils hláturs með tilheyrandi látum.

Það var síðan mjög lúft að enda helgina hjá mömmu & pabbi í dýrindis snúðum. 


-ellen agata

Wednesday, February 12, 2014

Strong

Æii krakkar ég fæ bara ekki nóg af þessari hljómsveit! London Grammar. Ef þið eruð ekki búin að tékka á henni þá bið ég ykkur að gera það.




Lovely!

-ellen agata

Tuesday, February 4, 2014

Outta Sight

Ég smakkaði þetta "snakk" hjá vinkonu minni, Eddu Rós, fyrir nokkru. Virkilega þægilegt að hafa þetta með sér og fá þegar sykurlöngunin læðist að manni. Líka svo brjálæðislega auðvelt að gera þetta.

Eina sem þarf eru möndlur(ég var með 200g), sítrónur og smá salt.

Kreistir sítrónunar og lætur möndlurnar liggja í 3-4 tíma.
Stráir smá salti yfir og inní ofn. Ég var með 200° í 7-8mín eða þangað til þær fara að brúnast.
Ótrúlega hollt, gott og einfalt !
-ellen agata

Saturday, February 1, 2014

Nightcall

Í gær fór ég með leikhúsfélaginu Úlfur út að borða á Bast og í Þjóðleikhúsið að sjá Engla alheimsins. Lét loksins verða af því að sjá þetta verk og get ekki annað en mælt mjög með því að þeir sem hafi ekki séð það fari sem fyrst. Bókin Englar alheimsins er í miklu uppáhaldi og er myndin auðvitað ein sú besta í íslenskri kvikmyndasögu, að mínu mati.


Hafiði séð betri outfit mynd?!? Léleg síma/speglamynd og það sért varla í hverju ég er..haha.


Já við erum s.s. bara tvö í Leikhúsfélaginu Úlfur.


Maturinn var góður á Bast. En ég get samt ekki mælt með því að borða þarna áður en þú ferð á mannamót. Við eiginlega lyktuðum eins og tveir vel steiktir hamborgarar og í hvert skipti sem við klöppuðum í leikhúsinu gossaðist lyktin upp. Ég höndla ekki svona matarlykt og þarf líklega að lagfæra eitthvað í loftræstikerfi staðarins.

Gott kvöld í góðum félagsskap !

-ellen agata