Ég er mjög hrifin af Burt´s Bees vörnum og er að nota nokkrar núna. Þar má nefna:
Super Shiny Mango sjampó og næringu.
Í fyrstu fannst mér þetta alls ekki nógu góð vara og fannst hún gera hárið mitt skitugt og það var fáranlega erfitt að greiða það eftir notkun. En eftir nokkur skipti hefur það breyst og ég hef tekið sjampóið í sátt. Lyktin er líka unaður!
Radiance næturkrem.
Húðin mín hefur verið í algjöru bulli í vetur, mikið þurr og með almennt vesen og hefur þetta næturkrem reynst mér mjög vel. Þarft alls ekki að nota mikið í einu sem er auðvitað alltaf gott.
Beewax & Tinted varasalvar.
Þessa varasalva nota ég daglega og oft á dag. Ég er í raun háð þeim. Beewax varasalvan nota ég áður en ég fer að sofa og finn ég hvað hann gerir vörnum mínum gott. Tinted varasalvan nota ég yfir daginn og jafnvel þegar ég fer útá lífið. Ég á tvo liti Hibiscus og Sweet Violet.
Eins og ég sagði áðan er ég ekki hætt að nota þær vörur sem ég á fyrir og veit að eru með fullt af aukaefnum sem oft er ekki æskilegt að nota. Ég nota þær alveg líka með en ég tel að það sé gott að vera meðvituð um þetta og halda áfram að skoða hvað við setjum á líkama okkar.
-ellen agata
Elska burt´s bees, body lotionið í túpunni er geggjað! þarf að tékka á þessu næturkremi, húðin mín hefur líka farið í verkfall í vetur.
ReplyDeleteÉg elska Burt´s bees! Þarf að prófa þetta næturkrem þar sem ég er með dagkremið frá þeim og finnst það ekki vera virka! Hvar fékkstu annars sjampóið?
ReplyDeleteÉg held að ég hafi fengið það í Target :)
Delete