Monday, March 21, 2016

Walk On The Wild Side

Á leið minni til Ástralíu stoppaði ég í Doha, Qatar. Rebekka frænka mín býr þar og var yndislegt að fá að hitta hana og skoða þennan áhuguverða áfangastað í leiðinni. Ég vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast en Doha kom mér mjög á óvart. Borgin er mjög hrein en þegar komið er í eyðimörkina er allt í drasli, sem mér fannst mjög sorglegt. Borgin er einnig mjög vestræn þó hún sé í Mið-Austurlöndum en hún ber auðvita þess merki. Umferðin og leigubílstjórar er eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað! 


Hæ!

Eyðimörkin var æði!


Rebbz



Klárlega einn af bestu dögunum! Ég var reyndar stundum ekki viss hvort ég ætti að hlægja eða gráta þegar við keyrðum í sandhólunum (e. sand dunes) en Tim sem var að keyra var mikil fagmaður og vorum við í öruggum höndum. Eftir keyrsluna fundum við stað þar sem við grilluðum hamborgara og höfðum það huggulegt. Brill!


lol

Souq Wagif
Er markaður með allskonar hlutum til sölu föt, skór, krydd, matur, dýr og raun hvað sem huganum girnist. Mér leið reyndar frekar furðulega í þeim hluta markaðsins þar sem hundar, kettir, allskyns fuglar, skjaldbökur og fleiri dýr voru í litlum búrum og til sölu. Langaði svo að hleypa þeim úr búrunum. 








Museum of Islamic Art
Ég er alveg smá safnaperri og hef mjög gaman að skoða söfn. Get alveg mælt með því að eyða tíma á þessu safni. Eini gallinn er að það er brjálæðislega kalt þarna inni.












Yfirhöfuð frábær ferð en það besta var jú að fá að hitta þessa dúllu hér að ofan. Amma, afi og Ólafía frænka komu einnig í heimsókn þannig ég gat eytt nokkrum dögum með þeim, sem var æði. En þá var komin tími til að kveðja og halda á leið til Ástralíu. Það var alveg frekar furðuleg tilfinning að vera ein á leið í 13 tíma flug og vita í raun ekki hvað beið mín...


-ellen agata

No comments:

Post a Comment