Friday, March 11, 2016

Surprise Yourself

Nokkrum dögum áður en ég fór til Ástralíu var mér komið skemmtilega á óvart. Ég fékk sendan tölvupóst í vinnuna frá yfirmanni mínum sem innihélt þær upplýsingar að ég væri að hætta fyrr og á leið til New York. Ég þarf ekkert að leyna því að ég var ekki í sérstaklega góðu andlegu jafnvægi dagana áður en flutti þannig að þegar ég las tölvupóstinn byrjaði ég að grenja...og við erum að tala um það að ég var með viðskiptavin fyrir framan mig. HAHA ég get ekki hætt að hlæja af þessu núna! Þarna hafði Eyjólfur verið að verki og tvær nætur í New York handan við hornið. 

Kaffi @ Ace Hotel 

MOMA hafði lengi verið á ToDo listanum mínum og ákvaðum við að skoða safnið á rigningardegi. Mér fannst magnað að sjá verk eftir snillinga eins og Salvador Dali, Jackson Pollock, Andy Warhol, Roy Lichtenstein, Picasso, Van Gogh & Monet svo nokkir séu nefndir.










High Line
Ég hafði ekki áður labbað High Line og var því mjög spennt fyrir því. Hinsvegar var frekar kalt þennan dag og væri ég frekar til að fara aftur í góðu veðri og njóta betur.









Best Friends!

Little Cupcake Bakeshop

Það besta sem við gerðum og mesta skyndiákvörðunin verður að vera Matt Corby tónleikar í Brooklyn. Tveim tímum fyrir tónleikanna fann Eyjó miða á tónleikana sem við hoppuðum á. VÁÁ hvað þetta voru magnaðir tónleikar! Lítill staður, gott andrúmsloft og tónlistin mögnuð!
 Elska svona móment.


LOVE!



Hahahha..ég get ekki hætt að hlæja af þessari mynd! Það má alveg segja að við sýndum ágætlega frá ferðinni á snapchat.

-ellen agata


No comments:

Post a Comment