Í byrjun október fór ég til Brighton og London með Eyjólf sem ferðafélaga. Við höfum ferðast ótal oft saman og alltaf eru þessar ferðir jafn skrautlegar. Við höfðum þó orð á því að við færum hætt að hnakkrífast sem var daglegt brauð hér í Flórída og Köben ferðunum okkar. Þroskinn?
Ég var að koma til Brighton í fyrsta skipti en hef nokkrum sinnum áður komið til London. Svo ég drekki ykkur ekki í myndum þá ætla ég að setja þetta í tvær færslur og byrja á Brighton.
Gjörið svo vel.
The Lanes
Pink
Hádegisverður snæddur
Eðlilega fólkið
Drollan droppaði við
Kaffidrykkja og efri vörin hvarf!
Brighton Pier
Jólfurinn!
Royal Pavilion
Virkilega falleg bygging!
Krakkar mínir hér er módel að störfum !
Við fengum ekkert rosalega gott verður og væri ég til að prófa að fara aftur til Brighton um sumar þar sem möguleiki væri á því að fara á ströndina og vera meira á bryggjunni. En að öðru leiti mæli ég með því að skreppa til Brighton hvort sem það er til að versla, skemmta sér eða bara slappa af. Ég hafði það allavega mjög notalegt.
No comments:
Post a Comment