Wednesday, December 18, 2013

Fanney & Arna Lind

Ég fékk að skoða húðflúrin hjá systrunum Fanney og Örnu Lind. Þær tvær eru klárlega einar flottustu, fyndnustu og fallegustu systur sem ég þekki og eru þær einnig með virkilega falleg og þýðingamikil húðflúr.

Nafn? Arna Lind Kristinsdóttir Aldur? 19 ára Nám/starf? Ég stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja á viðskipta- og hagfræðibraut. Hvað ertu með mörg húðflúr?
Ég er með tvö tattoo, fyrsta fékk ég þegar ég var í Ameríku yfir jólin, 15 ára. Þá fékk hún yndislega systir mín þá flugu í hausinn að við myndum fá okkur systra tattoo og það var mikið gert til að fá leyfi frá pabba en mömmu hins vegar leyst ágætlega á þetta. En það er svaka vesen að fá sér tattoo i USA undir aldri, þá þarft að fá undirskriftir hér og þar. En ég fékk mer s.s. fiska þar sem Fanney er fiskur i stjörnumerki, ég fékk mér tattoo-ið á ristina, en það er enn óklárað, á eftir að setja fæðingadaginn hennar fyrir neðan. Svo er ég með annað tattoo sem ég fékk fyrir rúmum mánuði. Þar sem móðir min féll frá fyrir tæpum tveimur árum þá var ég alltaf viss um að ég myndi fá mér eitthvað tengt henni. Ég fékk mér setninguna "I become a little bit more like my mother and I couldn't be prouder", svo á endanum a setningunni eru litlir vængir og milli þeirra stendur BMK, upphafsstafirnir hennar mömmu. Ég fékk mér þetta tattoo aftan a öxlinni. Þetta tattoo gerði Málfríður hja Tattoo og skart, ég gæti ekki beðið um þetta flottara.
Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?  
Mér finnst það bara rosa misjafnt, ég hef ekki orðið vör við neitt ennþá, líklega þvi mín húðflúr eru ekki á áberandi stað, eða jú hef kannski fengið frá sumum bara "Oj eg þoli ekki húðflúr" eða eitthvað slíkt en ég tek þetta ekki inná mig, fólk verður að hafa sínar skoðanir. En auðvita hef eg heyrt allskonar, t.d. fólk með tattoo hefur lent i veseni með tryggingar og allskonar sem er auðvita bara fáránlegt.
Draumahúðflúr?
Ég er ekki með neitt draumahúðflúr ennþá, en ég veit að húðflúrin mín verða fleirri. Langar allavega i tattoo á viðbeinið og svo líka a tvíhöfðann.
Finnst þér sársaukafullt að fá þér húðflúr ? 
Ég ætla ekki að hræða þá sem hafa ekki enn fengið sér tattoo en mér finnst ótrúlega vont að fá tattoo, hef aldrei skilið fólk sem segir að þau finna ekkert fyrir þessu. En það var mun verra að fá á ristina. Ég veit ekki, kannski er ég bara svona mikill aumingi.
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? 
Þeir eru nokkrir, í kringum naflann, á brjóstið, á hálsinn né andlit. Svo myndi ég heldur ekki fá mér tattoo á sköflunginn.
Fimm spurningar með hraði Einn tveir og byrja!
Uppáhalds tónlistarmaður? Ó guð ég hef ekki hugmynd, spái voða lítið i þessu. Uppáhalds bíómynd? Lotta í Skattalagötu og Emil i Kattholti. Við hvað ertu hrædd/hræddur? Sjó Hvar líður þér best? Heima með fjölskyldunni eða uppi sumarbústað Hverjum ertu skotinn í? Ísak Erni  
Framtíðarsýn? Er það ekki eins hjá öllum? (katrín er ekki talin með í því)
Lífsspeki: love the live you life, life the live you love.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Nafn: Fanney Þórunn Kristinsdóttir
Aldur: 22ára
Nám/starf: Hársnyrtisveinn og kærasta (bakari) í fullu starfi.

Hvað ertu með mörg húðflúr: 
Ég er með 5 tattoo. Mike gerði þau sem ég hef fengið mér á Íslandi svo fékk ég eitt í Florida og eitt í Edinburgh. Fyrsta tattooið mitt var á ökklann og niður ristina sem táknar ekki neitt en minnir á mótþróarskeið Fanneyjar þar sem ég var í valdabaráttu við foreldra mina um þetta blessaða tattoo.  Ég er svo með nafnið mitt fyrir ofan mjöðmina sem ég og Bagga besta vinkona mín fengum okkur á Spáni, afmælisdaginn minn á öxlinni og ljón á síðunni og svo fiðrildi neðarlega á bakinu.
Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?  Misjafnt eftir aldurshópi. Ég sé samt að það hefur breyst mikið með tímanum td frá því að ég fékk mér mitt fyrsta tattoo og til tímans í dag. Ég meina verða ekki allar ömmur og afar með tattoo í framtíðinni? 
Draumahúðflúr sem þig langar í?  Sól í kringum naflann..nei ekkert akkurat þessa stundina, fer að koma tími á nýtt svosem.
Finnst þér sársaukafullt að fá þér húðflúr ? Miðað við að ég lá kylliflöt þegar ég fékk mér fyrsta tattootið þá já ! og ef það er verra að eignast barn heldur en að fá sér tattoo þá held ég að barneignir séu ekki næst  dagskrá.
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Hálsinn,andlitið,júllurnar og andlitið.
Fimm spurningar með hraði
Einn tveir og byrja!

Uppáhalds tónlistarmaður?  Allavega ekki hann pabbi en hann hatar ekkert að þenja raddböndinn. Annars á ég mér engan sérstakan.
Uppáhalds bíómynd? Hunger Games 
Við hvað ertu hræddur? Andreu í vondu skapi. 
Hvar líður þér best? B5 er minn griðarstaður.
Hverjum ertu skotinn í? Krúttukallinum mínum honum Högna.

Framtíðarsýn?  Er það ekki bara að vera hamingjusamur?
Lífsspeki:  YOLO..ok djók en þú veist..samt ekki.
- Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað er í gangi með letrið og uppsetninguna á textanum en það er klárlega í einhverju algeru rugli. Næ ekki að laga þetta og er að verða galin!

-ellen agata

No comments:

Post a Comment