Friday, May 23, 2014

Berlin By Night

Fór í yndislega ferð um síðustu helgi til Berlínar. Ég hafði aldrei komið þangað áður og varð algjörlega heilluð af borginni. Falleg, söguleg og sjarmerandi með góðan anda. Ég var svo heppin að vera með frábæra "leiðsögumenn" en vinir mínir Valgerður og Eyþór hafa búið í Berlín undanfarið ár og var gott að hafa þau til að sýna okkur skemmtilega og áhugaverða staði.

Held ég láti bara myndirnar tala sínu máli.


Nýlent og komin í kokteilana.


Clarchens Ballhaus, sá snilldarstaður!  Veitingastaður sem er eins og gamalt félagsheimili og á kvöldin er danskennsla sem þú getur skráð þig í. Eftir það er öllum leyfilegt að dansa. Virkilega skemmtilegt og áttum við gott kvöld. Og jú ég fékk boð um dans frá þýskum herramanni en ég afþakkaði pent, kann ekkert í cha cha cha..haha.


Yndislegu gestgjafarnir.





Tyrkneskur þynnkumatur

Allir hressir í karaoke.


Út á lífið.

Rooftop kokteilar






Bjórgarður - algjör snilld!

mmmmmm...


Ég mæli algjörlega með því að skreppa til Berlínar. Þessi ferð var allavega mjög hugguleg með jafnri blöndu af verslunarferðum, túristaleiðangrum, kokteilum, góðum mat, yndislegum vinum og notalegheitum. 

-ellen agata

2 comments:

  1. Æði!! ekkert smá gaman að renna yfir myndirnar og rifja upp þessa yndislegu helgi. Takk fyrir komuna :)

    ReplyDelete