Saturday, February 1, 2014

Nightcall

Í gær fór ég með leikhúsfélaginu Úlfur út að borða á Bast og í Þjóðleikhúsið að sjá Engla alheimsins. Lét loksins verða af því að sjá þetta verk og get ekki annað en mælt mjög með því að þeir sem hafi ekki séð það fari sem fyrst. Bókin Englar alheimsins er í miklu uppáhaldi og er myndin auðvitað ein sú besta í íslenskri kvikmyndasögu, að mínu mati.


Hafiði séð betri outfit mynd?!? Léleg síma/speglamynd og það sért varla í hverju ég er..haha.


Já við erum s.s. bara tvö í Leikhúsfélaginu Úlfur.


Maturinn var góður á Bast. En ég get samt ekki mælt með því að borða þarna áður en þú ferð á mannamót. Við eiginlega lyktuðum eins og tveir vel steiktir hamborgarar og í hvert skipti sem við klöppuðum í leikhúsinu gossaðist lyktin upp. Ég höndla ekki svona matarlykt og þarf líklega að lagfæra eitthvað í loftræstikerfi staðarins.

Gott kvöld í góðum félagsskap !

-ellen agata

No comments:

Post a Comment