Thursday, August 1, 2013

Flower Power

Ég elska hárbönd og er mikið með þau, bæði dags daglega og þegar ég klæði mig upp. Finnst þau bara gera svo mikið fyrir heildarlúkkið. Ég og Rebekka áttum samtal um daginn um það að okkur báðum langaði svo í blómahárband en höfðum ekki funndið nein sem okkur leist á og sem kostaði ekki heldur milljónogþrjár kr. Við ákváðum þá að gera okkar eigin hárbönd og fórum við í smá leiðangur að finna gerviblóm. Okkur leist best á það sem var til í Søstrene Grene og Tiger.


 Byrjaði á því að taka blómin af stilkunum og klippa plastið sem var eftir með töng.  


 Ég notaði bara venjulegt svart hárband sem ég átti og setti smá lím úr límbyssunni og límdi blómin á.



Þetta tók lítinn tíma, kostaði ekki mikið, virkilega einfallt og er ég mjög sátt með útkomunua!


-ellen agata

2 comments: