Friday, July 5, 2013

Föstudagspizza!

Heima hjá foreldrum mínum er yfirleitt pizza á föstudögum og eftir að ég fór að búa hef ég mjög oft pizzu á föstudögum. Mamma notar yfirleitt hveiti eða heilhveiti í pizzubotninn en ég sjálf nota oftast gróft spelt.  Hinsvegar átti ég svo mikið af möndluhveiti eftir baksturinn á frönsku makkarónunum sem ég og Ólöf Birna gerðum fyrir útskriftina mína að ég ákvað að nota það í pizzubotninn í kvöld. Ég fann uppskriftina á ditchthewheat.com og var ég mjög ánægð með útkomuna, virkilega gott og fáránlega einfalt !

Innihald:
2 bollar möndluhveiti
2 egg
2 msk ólífuolía (ég notaði reynar kókosolíu því ég átti bara það til)
1 tsk salt


Ofninn hitaður á ca.180°C. Hræri öllu saman í skál og setti á bökunarpappír. Bjó til einhverskonar form úr deginuSetti botninn inní ofn í 10-15 mín eða þangað til að miðjan er byrjuð að bakast.


Tók botninn út og setti pizzasósu, rauða papriku, rauðlauk, tómata, ost og slatta af svörtum pipar en þetta var það sem til var í ísskápnum. Hefði vilja setja meira á pizzuna en ég hreinlega nennti ekki útí búð. Setti pizzuna aftur inní ofninn þangað til osturinn var bráðinn.




Að mínu mati virkilega góð pizza og mun ég klárlega gera hana aftur. Endilega prófið !

-ellen agata

1 comment: