Innihald:
2 bollar möndluhveiti
2 egg
2 msk ólífuolía (ég notaði reynar kókosolíu því ég átti bara það til)
1 tsk salt
Ofninn hitaður á ca.180°C. Hræri öllu saman í skál og setti á bökunarpappír. Bjó til einhverskonar form úr deginu. Setti botninn inní ofn í 10-15 mín eða þangað til að miðjan er byrjuð að bakast.
Tók botninn út og setti pizzasósu, rauða papriku, rauðlauk, tómata, ost og slatta af svörtum pipar en þetta var það sem til var í ísskápnum. Hefði vilja setja meira á pizzuna en ég hreinlega nennti ekki útí búð. Setti pizzuna aftur inní ofninn þangað til osturinn var bráðinn.
Að mínu mati virkilega góð pizza og mun ég klárlega gera hana aftur. Endilega prófið !
-ellen agata
Snilld!
ReplyDelete