Friday, July 26, 2013

Eyjó Gísla.

Ég fékk þá hugmynd að taka "viðtöl" við áhugavert fólk og fá að skoða húðflúrin þeirra. Ákvað ég að byrja á einum besta vini mínu, honum Eyjólfi Gísla. Vona að þið hafið gaman af!




Hvað ertu með mörg húðflúr? Ég er með fjögur húðflúr á mér í dag en fyrir nokkrum árum lét ég fjarlægja eitt í burtu.

Nú, af hverju léstu fjarlægja eitt?  Ég suðaði einu sinni þegar ég var fjórtán ára gamall foreldra mina um að leyfa mér að fá húðflúr og á endanum leyfðu þau mér að fá svona jurtatattoo sem ætti að fara eftir þrjú ár. Átta árum seinna var það ekki farið og ég lét fjarlægja kínverskt tattoo af mér sem þýddi Drekinn, sem ég klárlega vissi ekki þegar ég valdi mér það.

Tákna húðflúrin þín eitthvað? Hálfsleevið mitt er mér mjög táknrænt. Ég er bogamaður í stjörnumerkjunum og ákvað að hafa það sem undirstöðuatriði í húðflúrinu. Mig langaði að tileinka húðflúrið m.a. elstu systur minni sem var kletturinn minn þegar ég barðist við veikindi á unglingsárum. Því varð úr að í stað þess að hafa bogamann þá er það bogakona - sem á að tákna systur mína. Blómin tvö eru októberblómin en í þeim mánuði fæddist sonur minn. Í stað þess að hafa ör úr spjóti bogamannsins þá er hjarta í merkingunni að við eigum að dreifa ástinni út um allt. Síðan eru geislarnir á bakvið sem táknar að það séu engin takmörk fyrir draumum þínum.

Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?  Það er mjög mismunandi, það fer auðvitað eftir smekk manna. Margir hafa beðið mig um að setja ekki fleiri húðflúr á mig, öðrum finnst þetta mjög flott. Sem betur fer erum við ekki öll eins, þannig hver og einn gerir það sem hann vill.

Áttu þér draumahúðflúr?  Ég er búinn að ákveða að þegar ég verð 35 ára þá ætla ég að fá mér portrait af syni mínum. Þangað til get ég alveg hugsað mér að fá nokkur, en ég er aðeins búinn að ákveða næsta húðflúr sem verður nafnið á syni mínum, skrifað af honum sjálfum. Síðan fer ég í það að lengja half-sleeve og cover-a eitt tattoo sem ég er með inn í sleeve-ið.

Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Hálsinn og andlitið. Í raun allir staðir fyrir ofan bringu. Mér finnst mikilvægt að geta falið mín húðflúr, það skapar mér ákveðið svigrúm, og heftir mig ekki – t.d. í starfi þar sem eru reglur um húðflúr.

Fimm spurningar með hraði. Einn tveir og byrja!

Uppáhalds tónlistarmaður? Eric Clapton
Uppáhalds bíómynd? What´s love got to do with it – mynd um líf Tinu Turner
Við hvað ertu hræddur? Kisur
Hvar líður þér best? New York og heima hjá mömmu og pabba
Hverjum ertu skotinn í? Adam Levine

Framtíðarsýn? Vera óhræddur við að takast á við ný verkefni og búa til sín eigin tækifæri. Að ná settum markmiðum og láta alla drauma mina rætast til að vera góð fyrirmynd fyrir mig sjálfan og fyrir son minn.


Lífsspeki:  ,,Draumar eru gerðir til þess að rætast”

Thomas Asher - hjá Reykjavík INK








-ellen agata

No comments:

Post a Comment