Monday, August 12, 2013

September Issue

Myndir frá september tölublaði Vogue eru komnar á netið!! Ég kaupa eiginlega aldrei Vogue heldu skoða það á kaffihúsum með góðum kaffibolla. Ég kaupi þó alltaf september blaðið. Það blað er gríðarlega stórt og veglegt. Ég mæli með fyrir þá sem hafa ekki séð myndina The September Issue að kíkja á hana. Hún sýnir frá gerð blaðsins og þar féll ég algjörlega fyrir Grace Coddington og hennar sýn, hugsjón og ástríðu af tísku.

Leikkonan Jennifer Lawrence prýðir forsíðuna í ár. Við fyrstu sýn er ég ekkert alltof hrifin, finnst fötin hennar frekar dull. Þó að það sé að koma haust þá þarf hún ekki að vera í öllu gráu, væri til í smá meiri lit. Fötin eru að sjálfsögðu algjörar gersemir og eru t.d. frá Dolce & Gabbana, Rochas, Ralph Lauren, Louis Vitton og Prada. Myndirnar er þó virkilega fallegar og teknar af Mario Testino.







 -ellen agata

No comments:

Post a Comment