Thursday, August 15, 2013

Helena Ósk

Ég held áfram að fá að skoða húðflúrin hjá áhugaverðu fólki og nú er það hin yndislega Helena Ósk sem er fáranlega nett pía!

Nafn? Helena Ósk Ívarsdóttir
Aldur? 22 ára
Nám/starf? Ég vinn í Fríhöfninni og er sundþjálfari í Grindavík. Er svo að fara læra einkaþjálfan hjá Keili í haust.
Hvað ertu með mörg húðflúr? Ég er með 6 eins og er.
Tákna húðflúrin þín eitthvað? Já þau skipta mig öll miklu máli. Ég dró mömmu með mér í fyrsta flúrið mitt þar sem ég fékk tvær rósir. Mamma fékk sér svipaða mynd og mín. Ég og pabbi fórum svo saman í næsta flúr og erum með sama letur, en ég fékk mér setningu sem hefur alltaf verið mér ofarlega í huga sama hvað gengur á "Það besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur" en línan er úr lagi með uppáhalds hljómsveitinni minni Sigur Rós. Á öxlinni er ég með millinöfn okkar systkinana "Ósk - Þór - Rún" í íslenskum rúnum og á rifbeinunum er ég með "life goes on" til að minna mig á að allir erfiðleikar taka enda og sama hvað, þá heldur lífið áfram. Á vinstri hendinni er ég með "M.J." sem er skamstöfunin hjá afa mínum en hann er mín helsta fyrirmynd í lífinu, þetta er skrifað í handskriftinni hans til minningar um hann. Og svo fyrir stuttu byrjaði ég á halfsleevi og fékk ég mér dreamcatcher og fugla í kringum hann. Dreamcatcher er órói fra native american indjánum og gætir þeirra sem sofa undir honum fyrir martröðum. Hann gerir draumum þínum kleipt að njóta sin meðan þú sefur, fuglarnir eru svo tákn fyrir frelsið.
Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum? Það er misjafnt. Fyrsta sem ég heyrði frá einni konu eftir að ég kom úr fyrsta sessioninu var "sem betur fer ertu falleg elsku barn, því þetta er hræðilegt á þér". Stelpur með half sleeve hafa líka oft þótt trukkalegar og ég heyri oft að þetta passi mér ekki haha en ég tek þessari gagnrýni samt ekkert illa, það hafa allir rétt á sinni skoðun.. Ég fékk mér ekki flúr fyrir neinn nema sjálfan mig og ég er alsæl með allt sem ég er með á mér.
Áttu þér draumahúðflúr? Ég lét loksin verða af draumaflúrinu þegar ég byrjaði á half sleevinu og dreamcatcherinn minn fór á. Úlfarnir sem koma á í næsta sessioni munu svo fullkomna draumaflúrið mitt
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Andlitið og hálsinn.. Ja og magann! Fimm spurningar með hraði. Einn tveir og byrja!
Uppáhalds tónlistarmaður? Michael Jackson Uppáhalds bíómynd? Pulp Fiction Við hvað ertu hrædd? Köngulær, heppnin er með mer þvi þær allra stæðstu sækja í að búa til heimilin sín í kringum húsið mitt. Hvar líður þér best? Upp í sumarbústað og í Florida Hverjum ertu skotinn í? Frank Ocean
Framtíðarsýn? Vera hamingjusöm, halda áfram að vera umkringd yndislegu fólki, verða ástfangin, skoða heiminn, lifa draumunum mínum, gefast aldrei upp og bara njóta lífsins og taka öllu þvi frábæra sem það hefur uppá að bjóða
Lífsspeki? "Það besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur"






Takk Helena Ósk!

-ellen agata

No comments:

Post a Comment