So You Think You Can Dance eru svo mikið my guilty pleasure þættir. Nei, ég ætla ekki einu sinni að skammast mín fyrir það ég dýrka þá ! Ég hef bæði öskrað úr hlátri og farið að hágráta yfir atriðum í þáttunum (já ég veit ég er brjálæðislega vandræðaleg týpa). Dansarar og danshöfundar sem eru í þættinum eru bilað hæfileikaríkir og á ég mér mjög marga uppáhalds danshöfunda. Einn þeirra er Christopher Scott. Hann er yfirleitt að semja hip-hop og animation en er einnig svolítið í contemporary (nútíma). Hann hefur dansað og samið fyrir Step Up myndirnar og er hann ásamt Harry Shum Jr. (Glee) að semja fyrir The LXD sem eru með dansþætti á youtube.
Hér eru nokkur atriði frá Chris Scott sem eru í uppáhaldi.
Hér er Chris einnig að dansa.
Galið atriði!
Þessi dans var í þarsíðasta þættir. Virkilega fallegt.
Gæti sett svo órtúlega mörg fleirri video en ætla að stoppa núna. Nei, eitt í viðbót svo er ég hætt. Lofa!
Sjúkt!
-ellen agata
No comments:
Post a Comment