Thursday, August 22, 2013

Dance Hall Queen

So You Think You Can Dance eru svo mikið my guilty pleasure þættir. Nei, ég ætla ekki einu sinni að skammast mín fyrir það ég dýrka þá ! Ég hef bæði öskrað úr hlátri og farið að hágráta yfir atriðum í þáttunum (já ég veit ég er brjálæðislega vandræðaleg týpa). Dansarar og danshöfundar sem eru í þættinum eru bilað hæfileikaríkir og á ég mér mjög marga uppáhalds danshöfunda. Einn þeirra er Christopher Scott. Hann er yfirleitt að semja hip-hop og animation en er einnig svolítið í contemporary (nútíma). Hann hefur dansað og samið fyrir Step Up myndirnar og er hann ásamt Harry Shum Jr. (Glee) að semja fyrir The LXD sem eru með dansþætti á youtube.

Hér eru nokkur atriði frá Chris Scott sem eru í uppáhaldi.



Hér er Chris einnig að dansa.





Galið atriði!



Þessi dans var í þarsíðasta þættir. Virkilega fallegt.


Gæti sett svo órtúlega mörg fleirri video en ætla að stoppa núna. Nei, eitt í viðbót svo er ég hætt. Lofa!


Sjúkt!



-ellen agata

No comments:

Post a Comment