Yes to Carrots Fragrance Free Daily Cream Facial Cleanser.
Eins og nafnið gefur til kynna þá nota ég þennan hreinsi daglega. Hann er að mínu mati mjög mildur og góður og auðveldur í notkun. Mæli með honum!
Yes to Carrots Fragrance Free Exfoliating Cleanser
Þennan skrúbb nota ég 1-2 í viku. Ég er hins vegar ekki alveg nógu ánægð með hann. Hann er voða góður þegar ég set hann á mig en þegar það kemur að því að skola hann af þá er eins og hann festist við húðina og ég þarf að eyða of miklum tíma í það að taka hann af. Kannski á þetta að vera svona en ég er ekki alveg að fíla það.
Svitalyktareyðir frá Tom´s of Maine.
Þessi svitalyktareyðir er án áls, rotvarnarefna og er ekki prófað á dýrum svo einhvað sé nefnt. Sem er mjög gott. En því miður er hann að mínu ekki alveg nógu góður. Hann á að virka í 24tíma en ég get ekki staðfest að hann geri það. Ég nota því aðra svitalyktareyði inná milli.
-ellen agata
Djöfull erum við á sömu línu ;) ég er einmitt búin að vera nota Yes to Carrots síðan í byrjun hausts og mér finnst það akkúrat góður millivegur, frekar þykkt fyrir þurru húðina yfir veturinn en alls ekki of.
ReplyDeleteOg sorry en þessi Tom's er ömurlegur!! virkar kannski fyrir einhverja en mér finnst hann einmitt ekki gera neitt það sem hann á að gera.
Já það er algjör synd hvað hann er lélegur.!
Delete