Kristín Helga er gömul körfuboltavinkona mín (ekki það að við séum gamlar). Ég man að Kristín fékk sér flúr frekar ung og var þetta algjörlega nýtt fyrir mér og eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei gera í lífinu, mamma mín varð ennþá að koma með mér í sprautur og blóðprufur á þessum tíma.!!
Kristín er virkilega dugleg og flott ásamt því að vera yndisleg móðir.
Kristín er virkilega dugleg og flott ásamt því að vera yndisleg móðir.
Nafn? Kristín Helga Magnúsdóttir
Aldur? 26
Nám/starf? Er í fjarnámi í Keili, vinn á skemmtistað og útköllum á Kaffiteríunni uppí flugstöð.
Hvað ertu með mörg húðflúr?
Ég er með hrafn á lærinu sem ég fékk eftir að ég átti strákinn minn en hann heitir Óðinn Hrafn. Baldur á Kingdom Within gerði það.
Ég er með half sleeve í vinnslu á hægri upphandlegg sem er núna eins og litabók. Það er verið að laga og breyta öllu. Jóhanna Geirdal byrjaði en Baldur er að laga það. Ég fékk mér þetta flúr þegar ég var ekki alveg á réttum stað í lífinu þannig er ekkert rosa ánægð með það. Hauskúpa, hnúajárn, rós og allskonar litlar myndir!
Á vinstri upphandlegg er ég með hjartalás og er að bæta við uglu fyrir ofan hann, en er bara komin með útlínur. Besta vinkona mín í Bandaríkjunum er með lykilinn flúraðan á sig, en kærastan hennar flúraði okkur.
Á vinstri síðunni er ég með “A sleepless night becomes, bitter oblivion” en það er setning úr einu uppáhalds laginu mínu og þýðir mikið fyrir mér. Eftir Baldur.
Er með “Texas” skrifað á löngutöng á hægri, en Texas er þar sem ég vil alltaf vera! Baldur aftur.
Á vinstri úlnlið er ég með nafnið mitt á “stríðs arabísku” eins og stóð þegar ég og Irmý vinkona mín fengum okkur þau. Fjölnir gerði það minnir mig.
Á hægri úlnlið er ég með tvær litlar stjörnur og er einnig með tvær stjörnur á bringunni, sem ég á samt eftir að gera eitthvað við. Eflaust breyta þeim í stærri og flottari myndir.
Er með nöfnin á mömmu og pabba á sitthvorum ökklanum í rúnum. Framan á hægri ökklanum er ég með litla hauskúpu, vinatattoo sem ég fékk fyrir mörgum árum. Aftan á hálsi er ég með “Princess”. Bara afþví ég er prinsessa og fékk mér þetta í einhverju gríni fyrir nokkrum árum á tattoo festivali. Svo er ég með tvö önnur sem við ætlum ekkert að ræða neitt frekar.
Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?
Bara alveg rosalega misjöfn! Hef fengið hrós og líka fengið að heyra að þetta sé mesta turn off í heimi. Líka að ég sé ekki góð mamma útaf útliti. En ég geri þetta fyrir sjálfa mig, ekki aðra.
Draumahúðflúr sem þig langar í ?
Já, það er á hitt lærið, aftan á hælana og bakið. Ætla að fá mér þau einn daginn.
Já, það er á hitt lærið, aftan á hælana og bakið. Ætla að fá mér þau einn daginn.
Finnst þér sársaukafullt að fá þér húðflúr
?
Já og nei. Misjafnt eftir stöðum og hvað þetta er að taka langan tíma.
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr?
Andlitið. Allt annað er í lagi held ég.
Já og nei. Misjafnt eftir stöðum og hvað þetta er að taka langan tíma.
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr?
Andlitið. Allt annað er í lagi held ég.
Tekur þér langan tíma í að ákveða hvað þú
ætlar að fá þér ?
Nei, engan vegin.
Nei, engan vegin.
Fimm
spurningar með hraði
Einn tveir og byrja!
Einn tveir og byrja!
Uppáhalds tónlistarmaður? Mér finnst þetta ALLTAF erfið spurning. En ég
elska að hlusta á Tracy Chapman.
Uppáhalds bíómynd? Hvað er að þér?! Get horft á 500 days of Summer aftur&aftur.
Við hvað ertu hræddur? Að bregðast syni mínum á einhvern hátt.
Hvar líður þér best? Í Texas
Hverjum ertu skotinn í? Wouldn’t you like to know!
Uppáhalds bíómynd? Hvað er að þér?! Get horft á 500 days of Summer aftur&aftur.
Við hvað ertu hræddur? Að bregðast syni mínum á einhvern hátt.
Hvar líður þér best? Í Texas
Hverjum ertu skotinn í? Wouldn’t you like to know!
Framtíðarsýn? Að vera sú allra besta mamma sem ég get verið,
vera jákvæð, stefna að markmiðum mínum og lifa lífinu!
Takk fyrir þetta Kristín!
-ellen agata
No comments:
Post a Comment