Sunday, September 29, 2013

Markmið Meistarmánuðar

Nú fer að styttast í þetta. Meistaramánuður! Ég er búin að vera að vinna í markmiðunum mínum og ætla að birta þau hér að neðan.


  • Vatn, vatn, vatn.! Ég ætla aðeins að drekka vatn en sódavatn er í lagi svona til hátíðarbrigða.
  • Stunda hreyfingu af eitthverju tagi a.m.k. 3-4 sinnum í viku.
  • Hætta að snooza. Guð hjálpi mér þetta verður erfitt.
  • Klára að lesa Sjálfstætt fólk sem ég er búin að vera alltof lengi með og svo lesa 1-2 bækur til viðbótar. 
  • Hugsa vel um mataræðið. Ekkert sukk og vesen. Reyna að borða eins hreint og hægt er.
  • Gera eitthvað nýtt í hverri viku. Þarf ekki að vera eitthvað svakalegt, jafnvel bara að prófa t.d. að elda nýjan rétt.
Ég var með nokkur fleiri markmið sem ég var að hugsa að setja með en ég hugsa að ég haldi mig bara við þessi og einbeiti mér að þeim.

Jeiii!
-ellen agata

No comments:

Post a Comment