Á undanförnum mánuðum hef ég tekið eftir ákveðnum húðflúrum sem margir eru að fá sér. Tískutattoo. Auðvitað er alltaf eitthvað sem kemur og fer og er inn í einhvern tíma. Ég er t.d. með húðflúr á rifbeinunum sem myndi klárlega vera kallað tískutattoo af mörgum. Hér eru þrjár gerðir af húðflúrum sem ég myndi telja vera í tísku. Öll þykja mér þau falleg og áhugaverð en það er ekki þar með sagt að ég myndi fá mér þau sjálf.
Fjaðrir: Mjög vinsælar og oft fallegar, ég myndi líklega aldrei fá mér slíkt eftir að fugl skeit á mig og ég fór að grenja..true story..lol
Örvar: Finnst þær svolítið skemmtilegar en hinsvegar veit ég ekki hvort ég hefði áhuga á því að fá mér þannig húðflúr.
Infinity: Hið óendanlega. Falleg merking á tákni en minnir mig of mikið á sjónvarpsþættina Revenge.
-ellen agata
No comments:
Post a Comment