Brynja er ein sú flottasta sem ég þekki. Hún er mjög svo fashion, falleg, dugleg og klár en umfram allt góð móðir. Ég fékk að skoða húðflúrin hennar sem eru að mínu mati mjög falleg og þýðingarmikil.
Nafn? Brynja Bjarnadóttir
Aldur? 22ára
Nám/starf? Er að læra hjúkrunarfræði við Háskólan á Akureyri.
Hvað ertu með mörg húðflúr: Ég er með 5 húðflúr. Systra flúr, rós,
stjörnur, nafnið á syni mínum og Erró hálfermi.
Fyrsta tattoo-ið fékk ég 17 ára gömul á
afmælisdaginn minn og tvíburasystur minnar. Við fengum okkur báðar
rómverskutöluna II, tákn um okkur tvær. Ég bætti við nöfnunum okkar og
skyggingu í kring.
Rósin er eitt af þeim tattoo-um sem mér
þykir mest vænt um. Ég, systir mín, mamma, amma og Sigga frænka fengum okkur
allar alveg eins bláa rós á ristina. Þetta var ógleymanleg og skemmtileg stund.
Ári síðar dó amma úr krabbameini og rósin minnir okkur allar á hana og okkur
allar saman.
Stjörnurnar tákna mina allra nánustu. En
hver og einn fékk eina stjörnu í tákn um sig.
Nafnið á syni mínum, Jökull, fékk ég mér á
úlnliðin. Hann er gullmolinn minn <3
Erró-hálfermin hefur verið í process síðan
2011. Ég hef mikin áhuga á list og Erró er einn af mínum uppáhalds listamönnum.
Ermin er samansett úr nokkrum verkum eftir hann.
Hvernig finnst þér viðhorfið við
húðflúrum? Mín upplifun á viðhorfi til
húðflúra eru ótrúlega misjöfn. Ég t.d. fæ allskonar viðbrögð frá fólki hvað
varðar húðflúrin mín, að mestu jákvæð þó. En það sem skiptir öllu máli er að sá
sem ber flúrin sé ánægður með stílinn sem hann hefur og pæli ekki í hvað öðrum
finnst.
Draumahúðflúr sem þig langar í? Draumaflúrið er þegar komið á, Erró-ermin. Ég
var lengi að pæla í því flúri og það stærsta hingað til. Annars er listinn orðinn þó nokkur í næstu flúr. Ætli þau séu ekki bara líka draumaflúrin mín;)
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Ég held ég hlífi andlitinu og maganum (þar til ég er búin að eignast börn) J
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Ég held ég hlífi andlitinu og maganum (þar til ég er búin að eignast börn) J
Fimm spurningar með hraði
Einn tveir og byrja!
Uppáhalds tónlistarmaður? Tom Odell
Uppáhalds bíómynd? The Beach
Við hvað ertu hrædd/ur? Kóngulær
Hvar líður þér best? Heima
Hverjum ertu skotinn í? PassJ
Uppáhalds bíómynd? The Beach
Við hvað ertu hrædd/ur? Kóngulær
Hvar líður þér best? Heima
Hverjum ertu skotinn í? PassJ
Framtíðarsýn? Planið er að klára
hjúkrunarfræðina, en ég var að byrja á 3. ári
núna í haust. Síðan er ég á leið í yoganám erlendis næsta sumar.
Þannig að… þegar ég verð stór ætla ég að
nýta allt það sem ég hef lært í eitthvað nýtt og spennandi, hafa ánægju af því
sem ég geri og fylgja draumunum.
Lífsspeki:
“Be so happy that when others look at you they become happy to.. “ –unknown
Takk fyrir þetta Brynja!
-ellen agata
-ellen agata
No comments:
Post a Comment