Ég á það stundum til að vilja læðast í nammiskápinn eða frystikistuna á kvöldin í leit af eitthverju sætu eins og nammi eða ís. Ég veit alveg hve óhollt það getur verið og reyni ég því oftast að finna hollari lausn á þessu máli. Um daginn gerði ég hollari útgáfu af ís sem bragðaðist mjög vel. Ég gerði tvær bragðtegundir og að þessu sinni var súkkulaði/kókos og jarðarberjabragð fyrir valinu. Þetta er ótrúlega auðvelt og má einnig vinna sig áfram í uppskriftinni, breyta og bæta.
Jarðarberjaís: Súkkulaði/kókosís:
1bolli jarðaber 1msk kakó
1 banani 2 bananar
4-5 döðlur 4-5dölur
2-3msk möndlumjólk 2-3msk möndlumjólk
2-3msk vatn 2-3msk vatn
3-4 dropar kókosstevía
Allt í blandaran og blandað vel saman.
Blandan verður eins og smoothie eða búðingur sem er settur í frostpinnamótin og svo í frystinn í nokkra klukkutíma. Ég setti helming og helming af brögðum í mótin.
Ljúfengur og auðveldur ís sem leyfilegt er að fá sér á kvöldin eða bara hvenær sem er. Tilvalinn í meistaramánuði!
-ellen agata
No comments:
Post a Comment