Það má segja að ég sé algjör tattoo-pervert. Mér finnst ótrúlega gaman að skoða húðflúrin hjá fólki og sjá hvað þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Þetta getur stundum verið frekar vandræðilegt þegar ég þekki ekkert fólkið og það fer að taka eftir því að ég er að stara á það.
Að þessu sinni fékk ég að skoða aðeins húðflúrin hjá henni Önnu Möggu en hún er komin með ágætis safn af mjög svo flottum húðflúrum. Ég vona að þið hafið jafn gaman af þessu og ég.
Nafn? Anna Magga
Aldur?
28 ára
Hvað
ertu með mörg húðflúr? Ég
er löngu hætt að telja og hef ekki gert í mörg ár. Ef einhver spyr segist ég
bara vera með 1 stórt :) Flestöll eru eftir artista sem starfa á Reykjavík ink,
en ég fer alltaf þangað. Ég var einu sinni með rosalega mikið af útlínum af
stjörnum en hef verið að vinna í því að covera þær, sem gengur vel því þær voru
allar í ljósum litum. Ég býst við því að halda einhverjum en flestallar eru
horfnar, þá aðallega á handleggjunum en það eru þónokkrar eftir á bakinu sem
bíða eftir að hverfa.
Stíll ? Er ekki mikið fyrir
black and gray á sjálfri mér en ég fæ mér yfirleitt mjög litrík húðflúr. Er með
svarthvítar rósir á framanverðu lærinu en það er eina stóra sem er ekki með
neinum lit. Er meira fyrir traditional (á mér þeas) en ég hugsa að ég myndi
aldrei fá mér realistic flúr nema það væri portrait.
Tákna
húðflúrin þín eitthvað? Er með nokkur sem tákna eithvað, en flest öll
tákna ekki neitt. Mér finnst það ekki skipta neinu máli þegar kemur að því að
velja sér flúr finnst það persónulega frekar hamlandi ef eithvað er.
Hvernig
finnst þér viðhorfið við húðflúrum? Mér finnst viðhorf gagnvart húðflúrum hafa
breyst mjög mikið á síðastliðnum árum. Því fleiri sem fá sér stór og áberandi
tattoo, því "venjulegra" verður það. Ég upplifi allavega ekki lengur
fordóma þannig séð, frekar forvitni, en ekki á slæman hátt.
Áttu
þér draumahúðflúr? Mig langar einhverntíman
að komast að hjá artista sem heitir Rose Hardy. Hún er frá Ástralíu en er nýflutt
til New York, sem er kannski aðeins aðgengilegri staður en Ástralía :) Ég er
búin að fylgjast með henni í langan tíma og er alveg ótrúlega heilluð af því
sem hún gerir. Er að geyma eina lausa staðinn á höndunum fyrir tíma hjá henni,
er með einhverjar hugmyndir en ekki 100% búin að ákveða mig hvað það verður.
Finnst þér sársaukafullt að fá
þér húðflúr? JÁ mér finnst það hræðilegt! Þegar ég byrjaði að fá mér tattoo
fannst mér þetta ekkert mál, en mín kenning er sú að með tímanum verði þetta
bara verra og verra. Ég allavega endist ekki lengur í stólnum en klukkutíma -
einn og hálfann max. Ég hef á síðastliðnum 2 árum minnkað rosalega að fá mér
flúr aðallega vegna þess mér finnst það svo vont og langar ekki að upplifa
sársaukann. Í rauninni finnst mér ótrúlegt að ég hafi náð að fá mér svona mörg
:)
Hvaða
stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Mér finnst hálsaflúr rosalega flott, en ég myndi aldrei þora því
sjálf. Ég hugsa að ég muni heldur aldrei fá mér á magann.
Fimm spurningar með hraði. Einn
tveir og byrja!
Uppáhalds
tónlistarmaður? Morrisey
Uppáhalds bíómynd? The lovely bones
Við
hvað ertu hrædd/ur? Postulínsdúkkur og
postulínstrúða, bæði jafn creapy.
Hvar líður þér best? Heima
Hverjum ertu skotinn í? Snorra
mínum
Framtíðarsýn? Vera hamingjusöm :)
Lífsspeki?
Que sera sera
Eins og sjá má er Anna Magga með mörg virkilega falleg flúr.
Takk fyrir þetta Anna Magga :)
-ellen agata
No comments:
Post a Comment