Ég fór á opnun sameiginlegrar vinnustofu Pastelpaper og Irisar Agusts síðastliðinn föstudag. Vinnustofan er staðsett á Pósthússtræti 13 og mæli ég algjörlega með því að kíkja við á stelpurnar við næsta tækifæri.
Fallegu póstkortin
Allir velkomnir
Ég á svo erfitt með að velja mér mynd á líklega eftir að fá mér þær allar!
Ég og Linda vorum saman í Iðnskólanum í Hafnarfirði á sínum tíma og er æðislegt að sjá hvað það gengur vel hjá henni í því sem hún tekur sér fyrir hendur.
Ég var líka að taka eftir því að það er flottur gjafaleikur á Facebook síðu Pastelpaper.
Til hamingju stelpur með yndislega vinnustofu!
-ellen agata
No comments:
Post a Comment