Komin heim úr æðislegri ferð til New York. Það sem ég elska þessa borg! Kem með myndablogg fljótlega en á meðan er hér uppskrift af ótrúlega góðum smoothie sem ég gjörsamlega elska! Ég geri mjög sjaldan smoothie-a eftir uppskrift, yfirleitt bara það sem til er í ísskápnum. Þessi varð einmitt til þannig. Set bara saman það sem ég átti og úr varð þessi dásemnd! Fæ mér hann í morgunmat, á milli mála og jafnvel á kvöldin þegar ég er að bilast því mig langar svo mikið í ís eða eitthvað gott.
Uppskrift:
3-4 jarðaber
slatti af bláberjum
kakónibbur
2-3 dropar af súkkulaðistevíu
möndlumjólk
Allt í blandara og blandað vel saman. Namm!
Svo einfalt, fljótlegt og gott!
-ellen agata
Girnó!
ReplyDelete