Ég fann þessa uppskrift á blogginu hennar Cathrine fyrir nokkru en hún er norskur tískubloggari sem kemur oft með skemmtilegar og girnilegar uppskriftir. Uppskriftin er mjög einföld og tekur alls ekki langan tíma en ég breytti henni þó örlítið. Súpan er alveg ótrúlega bragðmikil og góð.
Innihald:
600gr tómatar
1 stór laukur
4-5 hvítlauksrif
fersk basilika
1 peli rjómi
1 msk sýrður rjómi
kjúklingakraftur
3dl vatn
kjúklingur
egg
salt&pipar
olía/smjör til steikingar
Laukurinn er skorinn niður og hvítlaukur pressaður, set saman í stóran pott með olíu eða smjöri (ég notaði kókosolíu). Tómatar, rjómi, sýrður rjómi, vatn, kjúklingakrafturinn og basilikan er síðan sett í pottinn og leyft að malla á lágum hita, nota töfrasprotann til þess að blanda öllu saman. Á meðan er kjúklingurinn skorinn í litla bita og steiktur á pönnu með salt&pipar. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn má setja hann í pottinn og súpan er tilbúin. Mér finnst mjög gott að harðsjóða egg og setja ofaní súpuna. Við það verður súpan mjög matmikil og ég verð ekki svöng eftir korter eins og það vill stundum vera þegar ég borða súpur.
Það þarf ekki að skera grænmetið smátt því töfrasprotin sér um það seinna.
mmm...hún er ótrúlega góð og ég mæli með að þið prófið hana sem fyrst.
-ellen agata
Vá hvað hún hljómar og lítur vel út!
ReplyDelete