New York borg er klárlega ein af mínum uppáhalds. Iðandi af mannlífi og alltaf eitthvað að gerast. Fór þangað með systur minni núna um daginn og hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.
Vorum á mjög góðu hóteli með rooftop bar og frábæru útsýni.
Central Park
Brooklyn Bridge
Gnarly
Yard Sale
Ein af aðal ástæðunum fyrir því að við fórum út var sú að við ætluðum að hitta mörgæsir. Haha! Ég elska mörgæsir og það hefur lengi verið draumur minn að hitta mörgæsir og klappa þeim. Ég fann stað í New York sem býður uppá slíkt og því ekki annað í boði en að fara.
Langaði að taka allar þessar dúllur með mér heim.
Phil
Ég bilast!
Tvær vel sáttar eftir mörgæsaheimsókn.
-ellen agata
No comments:
Post a Comment