Nú fékk ég hana Diljá Heimisdóttur til að sýna mér og segja frá sínum húðflúrum. Flott stelpa með flott flúr.!
Nafn?
Diljá Heimisdóttir
Aldur?
21. árs
Nám/starf?
Ég er í Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og vinn smá með skóla hjá
já.is.
Hvað ertu með mörg húðflúr?
Ég er með sjö tattoo í
heildina. Fyrsta tattooið sem ég fékk mér var demanturinn. Ég fékk mér það á
tattoo festivali árið 2010. Annað tattooið sem ég fékk mér var á Þorláksmessu
árið 2010. Þá fór ég ásamt 3 systrum mínum á Reykjavík Ink til Mike og við
fengum okkur allar Heimisdóttir tattoo en á mismunandi staði. Í byrjun sumars
2012 fór ég til Tyrklands og fékk ég mér fuglana 3 á hendina og seinna um
sumarið fékk ég mér peace merki á bakið. Í nóvember 2011 fékk ég svo þessa
"frábæru" hugmynd að leyfa vini mínum að setja eitt flúr á mig. Hann
tattooaði kross á mig sem ég fór svo og lét laga nákvæmlega ári seinna. Þá fór
ég til Jóhönnu Geirdal og fékk mér fallega bæn á síðuna og hún reyndi að bjarga
krossinum sem ég lét vin minn gera.
Núna í september byrjaði ég
svo loksins á sleeve-inu mínu sem mig hefur dreymt um alltof lengi. Ég fór á
Tattoo Expo og fékk tíma hjá Sigga Palla frá Mótorsmiðjunni. Ég kom til hans á
laugardeginum með hugmyndir og við spjölluðum, brainstormuðum og komumst að
niðurstöðu. Á sunnudeginum fékk ég mér svo sugarskull/dia de los muertos. Í oktober bætti ég svo við rósinni vegna þess að við höfðum ekki tíma til að
setja hana á tattoo festivalinu. Það er ekki ákveðið hvenær ég bæti við næst,
en ég ætla samt að halda áfram með svona old school þema.
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Einu sinni var ég næstum því búin að fá mér flúr nálægt andlitinu, en sem betur fer náði mamma að tala mig út úr því og er ég ævinlega þakklát fyrir það, ég myndi aldrei fá þá hugmynd aftur.
Fimm spurningar með hraði
Einn tveir og byrja!
Uppáhalds bíómynd? Naked Gun myndinar
Við hvað ertu hrædd/ur? Ég get verið rosalega myrkfælin
Hvar líður þér best? Uppí rúmi
Hverjum ertu skotin í? Ian Somerhalder
Takk fyrir þetta Diljá!
-ellen agata
No comments:
Post a Comment