Dagur 2 á Airwaves að hefjast, það sem ég elska þessa hátíð! Það er alveg til skammar að ég hafi síðast farið árið 2007, læt þetta ekki koma fyrir aftur ! En ég hugsa að ég hafi ekki mikin tíma fyrir blogg næstu daga og komi með eina stóra færslu um hátíðina þegar henni er lokið.
-ellen agata
Thursday, October 31, 2013
Tuesday, October 29, 2013
Diljá Heimis
Nú fékk ég hana Diljá Heimisdóttur til að sýna mér og segja frá sínum húðflúrum. Flott stelpa með flott flúr.!
Nafn?
Diljá Heimisdóttir
Aldur?
21. árs
Nám/starf?
Ég er í Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og vinn smá með skóla hjá
já.is.
Hvað ertu með mörg húðflúr?
Ég er með sjö tattoo í
heildina. Fyrsta tattooið sem ég fékk mér var demanturinn. Ég fékk mér það á
tattoo festivali árið 2010. Annað tattooið sem ég fékk mér var á Þorláksmessu
árið 2010. Þá fór ég ásamt 3 systrum mínum á Reykjavík Ink til Mike og við
fengum okkur allar Heimisdóttir tattoo en á mismunandi staði. Í byrjun sumars
2012 fór ég til Tyrklands og fékk ég mér fuglana 3 á hendina og seinna um
sumarið fékk ég mér peace merki á bakið. Í nóvember 2011 fékk ég svo þessa
"frábæru" hugmynd að leyfa vini mínum að setja eitt flúr á mig. Hann
tattooaði kross á mig sem ég fór svo og lét laga nákvæmlega ári seinna. Þá fór
ég til Jóhönnu Geirdal og fékk mér fallega bæn á síðuna og hún reyndi að bjarga
krossinum sem ég lét vin minn gera.
Núna í september byrjaði ég
svo loksins á sleeve-inu mínu sem mig hefur dreymt um alltof lengi. Ég fór á
Tattoo Expo og fékk tíma hjá Sigga Palla frá Mótorsmiðjunni. Ég kom til hans á
laugardeginum með hugmyndir og við spjölluðum, brainstormuðum og komumst að
niðurstöðu. Á sunnudeginum fékk ég mér svo sugarskull/dia de los muertos. Í oktober bætti ég svo við rósinni vegna þess að við höfðum ekki tíma til að
setja hana á tattoo festivalinu. Það er ekki ákveðið hvenær ég bæti við næst,
en ég ætla samt að halda áfram með svona old school þema.
Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Einu sinni var ég næstum því búin að fá mér flúr nálægt andlitinu, en sem betur fer náði mamma að tala mig út úr því og er ég ævinlega þakklát fyrir það, ég myndi aldrei fá þá hugmynd aftur.
Fimm spurningar með hraði
Einn tveir og byrja!
Uppáhalds bíómynd? Naked Gun myndinar
Við hvað ertu hrædd/ur? Ég get verið rosalega myrkfælin
Hvar líður þér best? Uppí rúmi
Hverjum ertu skotin í? Ian Somerhalder
Takk fyrir þetta Diljá!
-ellen agata
Sunday, October 27, 2013
I´m Shakin´
Hinn fínasti laugardagur. Gerði mér smoothie eftir ræktina í morgun. Notaði aðallega það sem lág undir skemmdum í ísskápnum.
Hefði mátt vera aðeins sætari en samt sem áður var hann góður.
Fór á tónleika með kórnum sem mamma mín syngur með. Mjög svo huggulegir tónleikar með skemmtilegum lögum.
-ellen agata
Það sem ég notaði: lítið avokadó
gulrót
gúrkubita
salat
frosin jarðaber & bláber
2 lítil lime
2msk grískt jógúrt
chia fræ
klakar & smá vatn
Fór á tónleika með kórnum sem mamma mín syngur með. Mjög svo huggulegir tónleikar með skemmtilegum lögum.
Þessar systur eru sko.....
Hef verið mjög feimin við að setja outfit myndir af sjálfri mér en... F... it!
Kvöldið fór síðan bara í rólegheit og snapchat brjálæði. Hlaða batteríin fyrir næstu helgi. ICELAND AIRWAVES!!
-ellen agata
Friday, October 25, 2013
Tuesday, October 22, 2013
The Apology
Ég elska kimono! Mér finnst það gera svo mikið fyrir einfalt outfit, setja punktinn yfir i-ið. Svo skemmir ekki fyrir að á mörgum þeirra er kögur sem ég er svona hálfpartinn háð.
Skelli hér í nokkur falleg sem ég hef verið að skoða undanfarið.
![]() |
Þetta fallega kimono fæst HÉR |
![]() |
ASOS |
![]() |
ASOS |
![]() |
ASOS |
![]() |
Aftur er með ótrúlega mikið að gullfallegum kimonos. |
Sunday, October 20, 2013
Digital Lion
Ég fór í skemmtilega afmælisveislu hjá versluninni Kassettu á Laugarveginum síðastliðinn föstudag. Kassetta er ein af mínum uppáhaldsbúðum á Laugarveginum og hefur að geyma ýmsa fjársjóði Mæli með að þið kíkið við næst þegar þið eigið leið framhjá!
Vörur frá Pretty Snake. En hönnuður merkisins er Joseph Aaron Segal sem tók þátt í Project Runway.
Ótrúlega fallegar peysur eftir Öglu Stefánsdóttur.
WOO kertin sem ég elska! Ég á einmitt eitt svona sem ég tími varla að kveika á vegna þess hvað það er góð lykt af því. Vil ekki að það klárist! Mæli með að þið skoðið heimasíðu WOO og kynnið ykkur aðeins meira um þau.
Ótrulega falleg og áhugaverð verslun sem gaman er að koma í og skoða. Ég að sjálfsögðu gekk út með lítinn poka en í honum var hárband sem Sessa eigandi verslunarinnar gerir sjálf ásamt mörgu öðru. Ég mun sýna ykkur hárbandið við tækifæri.
-ellen agata
Thursday, October 17, 2013
Stormur
Ææi Sigur Rós er bara e-ð að grínast í mér með tónlistinni sinni. Þvílíkur unaður!
-ellen agata
Saturday, October 12, 2013
Basic Space
3 skemmtileg og falleg húðflúr á flottum laugardegi.
Ég ætla að halda smá innflutningsteiti í kvöld og ætla að gleyma meistaramánuðinum í smá stund...úpps!
Góða helgi.
-ellen agata
Tuesday, October 8, 2013
Lesson Learned
Haustlín Emerson Fry er að mínu mati fullkomin fyrir komandi vikur og mánuði. Sniðin og litirnir eru svo falleg að mig nánast langar í hverja einustu flík.
Ég er algjörlega með stjörnur í augunum yfir þessari bláu kápu. Langarííí!
-ellen agata
A Wolf At The Door
Fyrsta vika í Meistaramánuði búin og hún gekk bara þokkalega. Ekki mikið um snooze, mataræðið hefði reyndar mátt vera betra og ég á ekki mikið eftir af Sjálfstæðu fólki. Ég eldaði líka mjög góð lkl máltíð fyrir fjölskylduna um daginn sem lukkaðist líka svona rosalega vel. Fylltar kjúklingabringur og blómkáls- og brokkolígratín. UMMM hvað þetta var gott!
Annars þá var ég að flytja í Vesturbæinn um síðustu helgi.Svo gott að vera komin aftur í sína eigin íbúð þó ég hafði það virkilega gott hjá mömmu og pabba. Íbúðin er rosa fín og mér líður strax vel.
Tók þessa mynd í morgun þegar ég labbaði í vinnuna. Fallegt útsýni sem ég er með! Love it.
-ellen agata
Thursday, October 3, 2013
Subscribe to:
Posts (Atom)