Friday, August 1, 2014

Smells Like Teen Spirit

Ég elska góða lykt. Vona að flestir geri það nú líka eða ég á erfitt með að trúa því að einhver hafi áhuga á því að ilma af skítafílu. Allavega þá er ég mikil áhugamanneskja um góða lykt hvort sem það er ilmvatn, body spray, rakspíri, kerti, hárvörur, svitalyktaeyðir eða olíur.
Þetta er þær 5 lyktir sem ég er að nota þessa dagana en það er frekar óvanalegt fyrir mig að vera að nota svona margar í einu því yfirleitt tek ég eina lykt og klára hana alveg þangað til ég get byrjað á þeirri næstu.



Frozen Verbena Body Mist - &Other Stories
Lime og basil ilmur. Algjör sumarlykt.


Dot - Marc Jacobs
Yndislegur ilmur með rauðum berjum, drekaávöxt, honeysuckle (glótoppur á íslensku að ég held) og vanillu svo eitthvað sé nefnt.

Lemon Escape - Victoria´s Secret
Sítrónu og kókosilmur saman í brúsa er mér að skapi.

Secret Wonderland - Bath & Body Works
Jarðaber, jasmine og vanilla svo eitthvað sé nefnt einkenna þessa lykt. Þetta er lykt sem ég kaupi mér aftur og aftur sem er ekki algengt hjá mér. 

V - Ella
Þessa lykt hreinlega elska ég! Hún er algjört sparí. Vanilla, tonka baunir, amber og sandalviður.

Ef þú hefur áhyggjur á því að þú lyktir ílla þá eru þetta allaveg 5 hugmyndir til þess að breyta því.

-ellen agata

No comments:

Post a Comment