Friday, February 28, 2014

Afterlife

Veikindi og verkefnavinna hafa sett strik í bloggreikninginn. En nú er heilsan fín og verkefnin alveg að klárast.

Flutti fyrirlestur um lokaritgerðina mína fyrir nema í viðburðarstjórnun uppí HÍ um daginn. Sem var virkilega skemmtilegt, fékk góð viðbrögð, áhugaverðar spurningar og umræður sem spruttu upp. Fyrir þá sem hafa áhuga þá skrifaði ég um áhrif og ávinning þátttakenda í Músíktilraunum. Eftir rannsóknir mínar á þeim efnum get ég ekki annað en mælt með þátttöku. Það vill einmitt svo skemmtilega til að skráning stendur yfir núna. Þannig ef þú, eða einhver sem þú þekkir, ert 13-25ára og hefur áhuga þá endilega að skrá sig ! Þú bara græðir á því.


-ellen agata

No comments:

Post a Comment