Ég hef verið í algerum jóla-dvala undanfarna daga. Gert lítið annað en að liggja uppí sófa, horft á sjónvarpið og troða mat uppí mig. Ástandið! Þetta hefur verið rosalega huggulegt en ég verð líka mjög fegin þegar ég kemst aftur í rútínu. Ég hef verið afskaplega löt við það að blogga og skoða blogg á þessum dögum og sást það best á því að það biðu mín 620 blogg á bloglovin! Fjör.
Við systur á aðfangadag, ólíkari systur er líklega ekki hægt að finna.!
En á morgun kemur nýtt ár og því ber að fagna.
Ég hef reyndar ekki hugmynd í hverju ég ætla að vera á morgun því ég náði ekki að kaupa áramótadress í New York. En ég á eftir að koma með góða færslu um þá ógleymanlegu ferð..haha hún var rosaleg!
Þetta væri skemmtilegt outfit.
Hafið það gott á morgun og gangið hægt um gleðinnar dyr.
-ellen agata
No comments:
Post a Comment