Wednesday, March 12, 2014

Dancing On My Own

Árshátíðarseason er í núna í fullum gangi og er ég að fara á tvær árshátíðir í ár. Oftar en ekki eru þetta langir dagar, það tekur sinn tíma að gera sig til og svo er oft byrjað snemma, farið í fyrirpartý og svo tjúttað fram á nótt. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera í góðum skóm! Í fyrra gerði ég þau hræðilegu mistök að velja feguð yfir þægindi og þurfti sko heldur betur að borga fyrir það. Fór heim að skipta um skó og allskonar vesen. Nú ætla ég ekki að lenda í því og er að leita mér að hinum fullkomnu árshátíðarskóm. Þægilegir og fallegir.

Hér eru nokkur pör sem ég hef fundið og held að ég gæti endast í allt kvöldið. Mikilvægt er að ef þú kaupir þér nýja skó að vera búin að ganga þá vel til áður en þú notar þá. Svo er einnig afskaplega gott að vera með lágbotna skó í veskinu eða úti bíl til að hafa til skiptanna.

 asos
 asos
 new look - þessir eru líka sjúkir fyrir sumarið!
 river island
river island

-ellen agata

No comments:

Post a Comment