Thursday, December 11, 2014

JólaÁlag

Ég held ég hafi sagt það hér áður en ég er ekkert rosalega mikil jólamanneskja. Ég veit ekki afhverju það er. Mér þykir þetta alveg notalegur tími sem maður eyðir með fjölskyldu og vinum en ég mun seint teljast jólabarn. Ég vona reyndar að ég sé ekki algjör Grinch en það er eitt sem ég þoli ekki og það eru öll þessi jólalög! Sum lögin mega alveg pakka niður og segja bless eða allavega finnst mér það :) Það eru þó nokkur jólalög sem mér finnst falleg.


JólaÁlag með Ylju er ofboðslega flott lag. Held að það hafi verið eina jólalagið sem ég hlustaði á í fyrra.


BANNAÐ AÐ DÆMA! En það er eitthvað sem mér líkar við í þessu lagi hjá honum Justin Bieber. Veit ekki hvað það er, en það er eitthvað.


Svo er það nýjasta jólalagið með honum elsku Sam Smith. Þetta lag er nú ekkert nýtt en það er í nýjum búningi. Ég held sko í alvöruinni að ég og hann yrðum mjög góður vinir ef við myndum kynnast haha! 



Það eru alveg til fullt af fallegum jólalögum en þessi allavega standa uppúr hjá mér núna.

-ellen agata

No comments:

Post a Comment