Tuesday, May 13, 2014

Hrefna Dan

Ég hef fylgst með skemmtilegu bloggi hennar Hrefnu Daníels í nokkurn tíma og tekið eftir því að hún er með nokkuð mörg falleg og flott húðflúr. Mig langaði til að forvitnast aðeins um þau og fékk ég hana til að svara nokkrum spurningum fyrir mig. HÉR getið þið séð bloggið hennar og mæli ég með að þið fylgist með því. Mjög svo flott og fashion!

    

Nafn? Hrefna Daníelsdóttir        
Aldur? 32 ára
Nám/starf? Ég er að fara aftur í skóla í haust eftir smá pásu til þess að klára lokaverkefnið mitt til að fá B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum, núna vinn ég á leikskólanum Akrasel og í frítímanum blogga ég á blogginu mínu, hrefnadaniels.com

Hvað ertu með mörg húðflúr? Ég er með 12 tattoo víðsvegar um líkamann og þau hafa flest öll einhverja merkingu fyrir mig. Ég er með þríhyrning á bak við hægra eyra sem táknar mig og bræður mína tvo, quote á öxlinni sem segir mér að gera hlutina ekki bara tala um þá, quote á síðunni sem segir mér að fara eigin leiðir í lífinu, risastórt blómatattoo sem nær niður á bak, yfir öxlina og niður á upphandlegginn, nöfnin á stelpunum mínum þremur með galdrarúnum niður bakið, Geishu á vinstra herðablaði, nafnið mitt á vinstri kálfanum, ástarjátning til Páls á vinstri hendi, orðið Proud á löngutöng hægri handar, kínverskt tákn á hægri ökkla sem er fæðingarár mömmu minnar, tvær svölur sem tákna foreldra mína á hægri úlnlið og Eternity táknið á vinstri olnboga. Fjölnir gerði fyrsta tattooið mitt sem er kínverska táknið á ökklanum, það fékk ég mér þegar ég var 15 ára gömul. Svo tók ég 13 ára pásu og fékk mér næsta tattoo þegar ég var 28 ára, eftir það gat ég ekki hætt og fékk mér 10 tattoo í viðbót sem Sturla frændi minn setti á mig.

Hvernig finnst þér viðhorfið við húðflúrum?  Viðhorfin eru auðvitað mjög misjöfn, mörgum finnst þetta auðvitað bara ljótt og það er bara mjög eðlilegt, enda er smekkur manna misjafn. Ég hef aldrei upplifað neikvæðni í sambandi við tattooin,fólk talar
kannski frekar um það þegar maður heyrir ekki til! En ég er ótrúlega ánægð með mín tattoo og það er það sem skiptir máli, að sá sem ber tattooin sé sáttur.

Áttu þér draumahúðflúr?  Mig langar rosalega að bæta við stóra tattooið sem ég er með á öxlinni og niður á hendi og gera almennilega half sleeve. Það hefur verið draumur minn í smá tíma en ég hef ekki ennþá komist að niðurstöðu hverju ég eigi að bæta við það og hvernig ég útfæri það. Mig langar líka í eitthvað lítið og sætt framan á litla fingur vinstri handar.

Finnst þér sársaukafullt að fá þér húðflúr? Nei ég er svo mikið hörkutól að ég fann ekki fyrir neinu! Nei en að öllu grínu slepptu þá fann ég mest til þegar ég fékk mér tattooið á fingurinn, annars fann ég ekki mikið fyrir þessu.

Hvaða stað á líkamanum myndir þú aldrei fá þér húðflúr? Andlitið, það heillar mig ekki að vera með tattoo í andlitinu
 
Fimm spurningar með hraði. Einn tveir og byrja!

Uppáhalds tónlistarmaður?  Bob Dylan
Uppáhalds bíómynd?  What´s eating Gilbert Grape
Við hvað ertu hrædd/ur?  Ég er rosalega lofthrædd
Hvar líður þér best? Heima með fjölskyldunni minni
Hverjum ertu skotin/n í? Ég er skotin í Páli

Framtíðarsýn?  Ég spái ekki mjög mikið í því hvar ég verð í framtíðinni heldur lifi fyrir hvern dag og þakka fyrir hann. Það veit engin hvað framtíðin ber í skauti sér eða hvar maður verður á morgun?!

Lífsspeki? Love the life you live







Takk fyrir þetta Hrefna!

-ellen agata

No comments:

Post a Comment