Ég á tíma í klippingu á miðvikudaginn og er að gera upp hug minn hvað ég ætla að láta að gera við elskulega hárið mitt. Ég er að velja á milli þess að klippa toppinn aftur (er orðin mjög síður) eða leyfa honum að vaxa. Ég fer fram og tilbaka, ákveð eitt í dag og annað á morgun. Í dag er ég ákveðin í því að klippa toppinn. Sjáum hvað mig langar á morgun og síðan á miðvikudaginn.
Myndirnar hér að neðan eiga það sameiginlegt að dömurnar eru allar brjálæðislega fab og með topp.
OK jú ég held ég skelli mér aftur í þetta.
-ellen agata
No comments:
Post a Comment