Monday, April 25, 2016

Aloha



Ég veit að ég á að vera löngu búin að skrifa þessa færslu en þetta meistarnám er voða mikið að óska eftir athygli minni. Frekar pirrandi!!

Fara að verða 3 mánuðir síðan ég lagði í þetta ferðalag sem er alveg vel klikkað! Því mér finnst ég vera búin að vera hérna í nokkrar vikur. En ég geri mitt besta í því að njóta og upplifa sem mest.

Fyrstu dagana var ég voða mikið bara að átta mig á því að ég væri komin hinumegin á hnöttinn. Ég var búin að bíða svo lengi eftir þessu og var það frekar skrítið að vera síðan bara komin. Við tóku svo dagar þar sem ég hélt (í alvöru) að ég væri að bráðna! Ég og mikill hiti höfum ekki alveg átt mikla og góða samleið gegnum árin...jújú það leið einu sinni yfir mig útaf hita í Disney, Florida. Þar rankaði ég við mér með Guffa & Plútó skvettandi vatni yfir mig, konu öskarandi að óska eftir hljólastól fyrir mig og móður mína í hláturskasti! Good times!

Hárið mitt hafði líka engan áhuga á þessum breytingum og fór í allsherjar uppreisn..bókstaflega! En bæði ég og hárið mitt erum nú svona nokkurn veginn búin að venjast þessum hitabreytingum og erum bara vel sátt.!

Ég er að sjálfsögðu búin að gera mig að fífli svona 20x en eftirminnilegast er líklega þegar ég gekk inn í tíma með ógeðslega pöddu á bakinu. Ég hafði ekki hugmynd af þessum laumufarþega fyrr en ég settist niður og viðbjóðurinn byrjaði að skríða niður öxlina á mér.  Við tóku líka þessi þvílíku öskur og hreyfingar en paddan haggaðist ekki! Síminn sem ég hélt á fékk að fjúka á fremsta bekk skólastofunar og það var ekki fyrr en að samnemandi minn náði að róa mig niður og taka þennan viðbjóð af mér að látunum linnti. Samnemendur mínir voru jú frekar forvitnir að vita hvaða dýr ég hefði nú borið inn en vonbrigðin leyndu sér ekki þegar þau sáu það. Þetta var víst aumkunarverðasta skordýr Ástralíu og veit ég ekki ennþá í dag hvað þetta var því enginn hafði áhuga á því að segja mér það. Það var því gaman að sækja símann fremst í stofuna eldrauð, sveitt og nánast grenjandi eftir bardagann við þetta skrímsli!

Fyrsti skóladagurinn og Crocodile Dundee var mættur!

Shady Palms







South Bank


Nokkrar myndir úr símanum mínum svona héðan og þaðan !


En nú ætla ég að halda áfram í skólabókunum en ég reyni að láta ekki líða svona lagt á milli næstu færslu...en ég lofa engu ;)


-ellen agata

Monday, March 21, 2016

Walk On The Wild Side

Á leið minni til Ástralíu stoppaði ég í Doha, Qatar. Rebekka frænka mín býr þar og var yndislegt að fá að hitta hana og skoða þennan áhuguverða áfangastað í leiðinni. Ég vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast en Doha kom mér mjög á óvart. Borgin er mjög hrein en þegar komið er í eyðimörkina er allt í drasli, sem mér fannst mjög sorglegt. Borgin er einnig mjög vestræn þó hún sé í Mið-Austurlöndum en hún ber auðvita þess merki. Umferðin og leigubílstjórar er eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað! 


Hæ!

Eyðimörkin var æði!


Rebbz



Klárlega einn af bestu dögunum! Ég var reyndar stundum ekki viss hvort ég ætti að hlægja eða gráta þegar við keyrðum í sandhólunum (e. sand dunes) en Tim sem var að keyra var mikil fagmaður og vorum við í öruggum höndum. Eftir keyrsluna fundum við stað þar sem við grilluðum hamborgara og höfðum það huggulegt. Brill!


lol

Souq Wagif
Er markaður með allskonar hlutum til sölu föt, skór, krydd, matur, dýr og raun hvað sem huganum girnist. Mér leið reyndar frekar furðulega í þeim hluta markaðsins þar sem hundar, kettir, allskyns fuglar, skjaldbökur og fleiri dýr voru í litlum búrum og til sölu. Langaði svo að hleypa þeim úr búrunum. 








Museum of Islamic Art
Ég er alveg smá safnaperri og hef mjög gaman að skoða söfn. Get alveg mælt með því að eyða tíma á þessu safni. Eini gallinn er að það er brjálæðislega kalt þarna inni.












Yfirhöfuð frábær ferð en það besta var jú að fá að hitta þessa dúllu hér að ofan. Amma, afi og Ólafía frænka komu einnig í heimsókn þannig ég gat eytt nokkrum dögum með þeim, sem var æði. En þá var komin tími til að kveðja og halda á leið til Ástralíu. Það var alveg frekar furðuleg tilfinning að vera ein á leið í 13 tíma flug og vita í raun ekki hvað beið mín...


-ellen agata

Friday, March 11, 2016

Surprise Yourself

Nokkrum dögum áður en ég fór til Ástralíu var mér komið skemmtilega á óvart. Ég fékk sendan tölvupóst í vinnuna frá yfirmanni mínum sem innihélt þær upplýsingar að ég væri að hætta fyrr og á leið til New York. Ég þarf ekkert að leyna því að ég var ekki í sérstaklega góðu andlegu jafnvægi dagana áður en flutti þannig að þegar ég las tölvupóstinn byrjaði ég að grenja...og við erum að tala um það að ég var með viðskiptavin fyrir framan mig. HAHA ég get ekki hætt að hlæja af þessu núna! Þarna hafði Eyjólfur verið að verki og tvær nætur í New York handan við hornið. 

Kaffi @ Ace Hotel 

MOMA hafði lengi verið á ToDo listanum mínum og ákvaðum við að skoða safnið á rigningardegi. Mér fannst magnað að sjá verk eftir snillinga eins og Salvador Dali, Jackson Pollock, Andy Warhol, Roy Lichtenstein, Picasso, Van Gogh & Monet svo nokkir séu nefndir.










High Line
Ég hafði ekki áður labbað High Line og var því mjög spennt fyrir því. Hinsvegar var frekar kalt þennan dag og væri ég frekar til að fara aftur í góðu veðri og njóta betur.









Best Friends!

Little Cupcake Bakeshop

Það besta sem við gerðum og mesta skyndiákvörðunin verður að vera Matt Corby tónleikar í Brooklyn. Tveim tímum fyrir tónleikanna fann Eyjó miða á tónleikana sem við hoppuðum á. VÁÁ hvað þetta voru magnaðir tónleikar! Lítill staður, gott andrúmsloft og tónlistin mögnuð!
 Elska svona móment.


LOVE!



Hahahha..ég get ekki hætt að hlæja af þessari mynd! Það má alveg segja að við sýndum ágætlega frá ferðinni á snapchat.

-ellen agata


Wednesday, March 2, 2016

Pillowtalk

OK..Hæ!!

 
Meira en ár síðan ég skrifaði á þessa síðu en nú tel ég að það sé komin tími til að endurvekja hana. Þannig er nú mál með vexti að ég er flutt til Ástralíu þar sem ég er í mastersnámi og er þetta því ágætur vettvangur fyrir mig til að sýna ykkur hvað ég er að gera. Ég vona að ég verði dugleg að setja inn efni á síðuna en ég nota einnig instagram og snapchat og er öllum frjálst að fylgjast með mér þar, þið finnið mig undir notendanafninu ellen_agata :) Ég er aðeins búin að vera hér í rúmar 2 vikur þannig ég er ennþá að koma mér fyrir og átta mig á aðstæðum og ég jafnvel sýni frá örðum ferðalögum sem ég var á áður en ég kom hingað í næstu færslum.

Allavega "i´m back" og ætla ég að skilja við ykkur í þetta sinn með hallærislegri bókasafns - pís out - photo booth mynd.



See´ya soon !

-ellen agata

Saturday, January 10, 2015

Every Other Freckle

Laugardagsnammið!

Ótrúlega gott, fljótlegt og einfalt. 

Kasjúhnetur
Pekanhnetur
Kókosflögur
Chia fræ
Súkkulaði

Súkkulaðið er brætt og öllu blandað saman. Sett á plötu með smjörpappír og inní ísskáp þar til súkkulaðið er harnað. Ég er ekki með það á hreinu hve mikið ég setti af hnetunum né kókosflögunum en ég var með sirka 1msk af chia fræjum og 1 og hálfa plötu af súkkulaðinu. Svo má auðvita bæta við því sem manni finnst gott.



Njótið!

-ellen agata

Wednesday, January 7, 2015

Watch You Run

Ég nefndi það í færslunni hér á undan að áramótin yrðu með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en ég og vinir mínir Eyjó og Antoine lögðum land undir fót, til Glasgow þar sem vinkona okkar Tóta býr. Þar skemmtum við okkur konunglega og héldum uppá frábær áramót.

Ríó Tríó


Glasgow götur

Fellar

Blómahaf


Engin á ferli

Fólk mismikið í fókus í þessari ferð 

Danspása




Áramót - ég hafði hvorki tíma né þolinmæði í það að kaupa mér áramótadress og var því í gömlum en mjög þægilegum kjól þetta kvöld

Bretland - Singapúr - USA - Ísland


Ashton Lane



Rétt eftir að klukkan sló tólf að miðnætti - þykir mjög vænt um þessa mynd

Á nýársdag fórum við á æðislegan tælenskan veitingastað sem ég mæli 100% með - Chaophraya

Fæ vatn í munn..nammm

Búdda beib


Pakksödd en alltaf pláss fyrir speglapós

Ég fæ kast þegar ég sé þessa mynd! Ég fór sem sagt í (alvöru) fýlu vegna þess hve lítið sást í mig haha. 

Ég er alveg ótrúlega heppin með það hve mikið ég hef fengið að ferðast á árinu sem var að líða. 
Berlín - New York - Brighton - London - Glasgow
Einnig ferðaðist ég mjög mikið innanlands. Keyrði hringinn í kringum fallega landið okkar og eyddi 10 dögum á Seyðisfirði og varð algjörlga ástfangin af þeim stað. 
Nú eru aðeins 3 mánuður í næsta ferðalag erlendis og má með sanni segja að ég sé að bilast úr spennu! Meira um það síðar.

-ellen agata