Ég veit að ég á að vera löngu búin að skrifa þessa færslu en þetta meistarnám er voða mikið að óska eftir athygli minni. Frekar pirrandi!!
Fara að verða 3 mánuðir síðan ég lagði í þetta ferðalag sem er alveg vel klikkað! Því mér finnst ég vera búin að vera hérna í nokkrar vikur. En ég geri mitt besta í því að njóta og upplifa sem mest.
Fyrstu dagana var ég voða mikið bara að átta mig á því að ég væri komin hinumegin á hnöttinn. Ég var búin að bíða svo lengi eftir þessu og var það frekar skrítið að vera síðan bara komin. Við tóku svo dagar þar sem ég hélt (í alvöru) að ég væri að bráðna! Ég og mikill hiti höfum ekki alveg átt mikla og góða samleið gegnum árin...jújú það leið einu sinni yfir mig útaf hita í Disney, Florida. Þar rankaði ég við mér með Guffa & Plútó skvettandi vatni yfir mig, konu öskarandi að óska eftir hljólastól fyrir mig og móður mína í hláturskasti! Good times!
Hárið mitt hafði líka engan áhuga á þessum breytingum og fór í allsherjar uppreisn..bókstaflega! En bæði ég og hárið mitt erum nú svona nokkurn veginn búin að venjast þessum hitabreytingum og erum bara vel sátt.!
Ég er að sjálfsögðu búin að gera mig að fífli svona 20x en eftirminnilegast er líklega þegar ég gekk inn í tíma með ógeðslega pöddu á bakinu. Ég hafði ekki hugmynd af þessum laumufarþega fyrr en ég settist niður og viðbjóðurinn byrjaði að skríða niður öxlina á mér. Við tóku líka þessi þvílíku öskur og hreyfingar en paddan haggaðist ekki! Síminn sem ég hélt á fékk að fjúka á fremsta bekk skólastofunar og það var ekki fyrr en að samnemandi minn náði að róa mig niður og taka þennan viðbjóð af mér að látunum linnti. Samnemendur mínir voru jú frekar forvitnir að vita hvaða dýr ég hefði nú borið inn en vonbrigðin leyndu sér ekki þegar þau sáu það. Þetta var víst aumkunarverðasta skordýr Ástralíu og veit ég ekki ennþá í dag hvað þetta var því enginn hafði áhuga á því að segja mér það. Það var því gaman að sækja símann fremst í stofuna eldrauð, sveitt og nánast grenjandi eftir bardagann við þetta skrímsli!
Fyrsti skóladagurinn og Crocodile Dundee var mættur!
Shady Palms
South Bank
Nokkrar myndir úr símanum mínum svona héðan og þaðan !
En nú ætla ég að halda áfram í skólabókunum en ég reyni að láta ekki líða svona lagt á milli næstu færslu...en ég lofa engu ;)
-ellen agata